„Fjölgyðistrú“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Harald~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 1. september 2006 kl. 14:19

Fjölgyðistrú kallast trú á marga guði, goð eða goðmögn. Margur forn átrúnaður, m.a. átrúnaður Grikkja og Rómverja, flokkast undir fjölgyðistrúarbrögð. Í fjölgyðistrúarbrögðum eru guðir yfirleitt sýndir sem margbrotnar persónur með sérstaka hæfileika, þarfir, þrár og af þeim ganga margar sögur. Guðirnir eru ekki alltaf almáttugir eða alvitrir. Þvert á móti koma þeir oft fram eins og mannfólkið, fallvaltir og breyskir en þó með krafta, vitneskju eða skilning umfram hina dauðlegu.

Þó fjölgyðistrú sé algjörlega á öndverðum meiði við eingyðistrú þá eru þau ekki laus við hugmyndina um einn almáttugan og alvitran Guð sem yfir alla aðra er hafinn. Í fjölgyðistrúarbrögðum er þetta æðsta goðmagn yfirleitt konungur eða foreldri hinna goðmagnanna. Dæmi um slíka guði eru Seifur, Júpíter eða Óðinn.

Innan fjölgyðistrúarbragða raðast goðmögnin oft upp í svokölluð guðakerfi þar sem hver guð hefur sitt hlutverk og oftar en ekki valdsvið í heimsmyndinni. Þannig var Appolló m.a. guð tónlistar og skáldskapar í grískum átrúnaði. Neptúnus var sjávarguð hjá Rómverjum og meðal forn-Eypta var Ósíris guð undirheima og dauðra. Þessa verkskiptingu má auðvitað einnig sjá í hinum forna átrúnaði norrænna manna. Þar var Bragi t.d. guð tónlistar og skáldskapar en Njörður í Nóatúnum var sjávarguð líkt og Neptúnus.


Heimild: Snið:Enwikiheimild


Tengt efni