„Leuven“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Gessi (spjall | framlög)
Lína 98:
* Tafelrond er fögur bygging við markaðstorgið í Leuven. Það var reist [[1480]]-[[1487|87]] af iðngildunum sem samkomuhús og hátíðarsal. Húsið grotnaði niður vegna vanrækslu og var rifið niður [[1818]]. En [[1928]] var ákveðið að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd. Þar var starfræktur banki í nokkra áratugi en í dag það veitingastaður og hótel.
* Háskólabókasafnið er fögur bygging og tengist órjúfanlega sögu háskólans í Leuven. Ekkert eitt bókasafn var í borginni frá stofnun skólans [[1425]]. En [[1636]] var háskólabókasafnið stofnað og innréttað í gamalli vefnaðariðnhúsi. Safnið þetta stækkaði með tímanum og hafði að geyma ýmsa dýrgripi. Frakkar lokuðu háskólanum [[1797]] og fluttu marga merka gripi til Parísar. Í upphafi [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjaldarinnar fyrri]] hafði safnið að geyma rúmlega 300 þúsund bindi. Þjóðverjar kveiktu í húsinu og brunnu allar bækur í miklu eldhafi. Núverandi bygging háskólabókasafnsins var reist [[1921]]-[[1928|28]] fyrir bandarískt gjafafé og rúmaði miklu fleiri bækur en gamla húsið. En í orrustunni um Leuven [[1940]] varð byggingin fyrir sprengjuregni og brann niður. Að þessu sinni brunnu um 900 þúsund bindi. Byggingin var endurreist eftir stríð og safnið opnað á nýjan leik. Síðan [[1987]] er húsið friðað.
* Groot Begijnhof (Stóra [[Begínur|Begínuhverfið]]) er gamalt borgarhverfi frá [[13. öldin|13. öld]] þar sem hjálparkonur ([[begínur]]) bjuggu og störfuðu (eins og í öðrum slíkum hverfum í Belgíu). Hverfið er sitthvoru megin við ána Dijle og samanstendur af tæplega hundrað húsum. Begínurnar bjuggu í hverfinu allar götur til [[20. öldin|20. aldar]]. Síðasta Begínan lést [[1988]]. Á 9. áratugnum var byrjað að gera húsin upp og er háskólinn nú með umsjón yfir hverfinu. Þar búa stúdentar í um 300 íbúðum. Árið [[2000]] var Begínuhverfið sett á [[heimsminjaskrá UNESCO]].
 
== Gallerí ==