„Siglingar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 14:
Á Íslandi hafa siglingar verið stundaðar frá upphafi vega. Árabátaútgerðin reiddi sig ekki síður á segl en árar og með þilskipaútgerð á 18. öld komust stærri seglskútur í eigu Íslendinga. Undir lok 19. aldar stunduðu íslenskar útgerðir fiskveiðar með stórum tvímastra [[kútter]]um en upp úr aldamótunum tóku vélarnar við á bæði stærri skipum og minni bátum. [[Reiðabúnaður]] var samt áfram algengur öryggisbúnaður ef vélin bilaði.
 
Þegar farið var að ræða um skipulega iðkun [[íþrótt]]a á Íslandi upp úr miðri 19. öld voru siglingar meðal þeirra íþróttagreina sem taldar voru hentugar fyrir íslenskar aðstæður, ásamt kappróðrum, kappreiðum og glímu. Fyrsta skipulega kappsiglingin sem sögur fara af var haldin í tengslum við héraðshátíð Eyfirðinga á [[Akureyri]] 1890. Eins var keppt í siglingum á þjóðhátíð Reykvíkinga 2. ágúst 1898. Þrír bátar þreyttu keppni í Víkinni. Keppnin þótti takast illa, bátarnir voru ekki rétt búnir og alls kyns óhöpp urðu.
 
Kappsiglingar á kænum voru stundaðar að einhverju marki á millistríðsárunum og fyrsti siglingaklúbburinn var Yachtklúbbur Reykjavíkur sem var stofnaður árið 1944, en hann varð skammlífur. Á Akureyri var farið að stunda kappsiglingar skipulega á 6. áratug 20. aldar á Pollinum og [[Nökkvi (félag)|Sjóferðafélag Akureyrar]], síðar kallað Nökkvi, var stofnað árið 1961. Árið eftir var siglingaklúbburinn Siglunes stofnaður í [[Fossvogur|Fossvogi]] af [[Æskulýðsráð Reykjavíkur|Æskulýðsráði Reykjavíkur]] og [[Æskulýðsráð Kópavogs|Æskulýðsráði Kópavogs]]. Ungt fólk sem lærði siglingar í Siglunesi stofnaði síðan fyrstu siglingafélögin á höfuðborgarsvæðinu, [[Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey]] og [[Siglingafélagið Ýmir|Siglingafélagið Ými]] í Kópavogi, árið 1971. Þessi þrjú félög, Brokey, Ýmir og Sjóferðafélag Akureyrar, stofnuðu [[Siglingasamband Íslands]] árið 1973. Næstu ár voru stofnuð siglingafélög í [[Garðabær|Garðabæ]] (Vogur), [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]] ([[Siglingaklúbburinn Þytur]]), [[Ísafjörður|Ísafirði]] ([[Sæfari (félag)|Sæfari]]) og [[Keflavík]] (Knörr), en bæði Vogur og Knörr lögðu síðar upp laupana. [[Ungmennafélagið Snæfell]] í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]] hóf siglingaþjálfun árið 2006 og árið 2009 var [[Siglingaklúbburinn Drangey]] stofnaður á [[Sauðárkrókur|Sauðárkróki]].