„Hænsnaslagur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Auduralfa (spjall | framlög)
Lína 8:
 
== Kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupið ==
Hænsnaslagsleikjaformið má heimfæra á ýmis ólík tilvik en það hefur mikið verið notað til að lýsa [[stjórnmál|pólitískum]] og [[hagfræði|hagfræðilegum]] deiluefnum af ákveðinni gerð. Nærtækasta dæmið úr [[saga|mannkynssögunni]] um þessa gerð leiks snýr að kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi risaveldanna tveggja. [[Bandaríkin]] voru fyrsta þjóðin í heiminum til þess að þróa [[kjarnorkuvopn]] og á þeim tímapunkti, þegar þeir einir bjuggu yfir þessari [[tækni]], má segja að Bandaríkin hafi haft algjört ægisvald gagnvart hernaðarlegum andstæðingum sínum og þ.a.l. notið hærri ávinnings en þeir. Í kjölfarið þróuðu [[Sovétríkin]] einnig tækni til að framleiða kjarnorkuvopn, gagngert til þess að bregðast við þessari nýju vá sem stafaði af Bandaríkjunum. Þessi staða leiddi til sífellt meiri vígbúnaðar þar sem stórveldin voru hrædd um að andstæðingurinn myndi ná yfirhöndinni héldu þau sjálf ekki áfram að vígbúast. Þannig eyddu bæði bandarísk og sovésk stjórnvöld gríðarlegum [[peningar|fjármunum]] í vígbúnaðarkapphlaupið en stóðu fyrir vikið nokkuð jöfnum fótum í leikjafræðilegum skilningi. Þannig lifðu íbúar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í stöðugum ótta vegna hugsanlegrar kjarnorkuárásar af hálfu andstæðingsins en þrátt fyrir að umtalsverðum fjármunum hafði verið eytt í verkefnin náðust engir hernaðarlegir yfirburðir. Versta mögulega útkoma leiksins varð því að veruleika fyrir báða þáttakendur. Þrátt fyrir að [[kjarnorkustríð|kjarnorkustyrjöld]] hafi aldrei orðið að veruleika, þá vofði sú hætta alltaf yfir þar sem vígbúnaðarkapphlaupið milli stórveldanna stigmagnaðist með árunum og lauk ekki fyrr en Sovétríkin liðuðst í sundur árið [[1991]].
 
== Heimildir ==