„Miðgarðsormur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Harald~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 31. ágúst 2006 kl. 14:29

Jörmungandur er ófrýnileg risaslanga og tortímingarafl í norrænni goðafræði og gengur oft undir nafninu Miðgarðsormur. Hann er einn af erkifjendum ása og er eitt af þeim þrem afkvæmum Loka Laufeyjarsonar sem hann gat við tröllkerlingunni Angurboðu. Jörmungandur er svokallað heimsskrýmsli en hann lykur um alla jörðina (Miðgarð) og vekur ótta meðal ábúenda.

Um Jörmungand eru til margar sögur og spinnast þær margar hverjar um samskipti hans og þrumuguðsins Þórs en þeir eru erkifjendur. Fræg er sagan af bardaga þeirra í Ragnarökum. Þá vó Þór Jörmungand en komst ekki lengra en níu skref frá hræi ófreskjunnar því hún hafði náð að blása á hann banvænu eitri. Féll Þór þar dauður til jarðar.