„Saga Evrópu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
byrjun
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Saga Evrópu''' er [[saga]] þess fólks sem byggt hefur álfuna [[Evrópa|Evrópu]] frá [[forsögulegur tími|forsögulegum tíma]] til [[samtími|okkar daga]]. Talið er að ''[[Homo erectus]]'' hafi fyrst flutt til Evrópu frá [[Afríka|Afríku]] fyrir um 1,8 milljón árum síðan. [[Neandertalsmaður|Neandertalsmenn]] birtust í Evrópu fyrir um 600.000 árum síðan en yngstu menjar um þá eru frá því fyrir 30.000 árum síðan, skömmu eftir að elstu merki um ''[[Homo sapiens sapiens]]'' finnast. Fyrir um 8000 árum hófst [[landbúnaðarbyltingin]] sem markar upphaf [[nýsteinöld|nýsteinaldar]]. Þekktustu menningarsamfélög [[Evrópsk forsaga|evrópskrar forsögu]] eru [[Mýkenumenningin]] og [[mínóísk menning]] sem blómstruðu á [[bronsöld]]. ogFrá þeim tíma eru elstu dæmin um notkun [[ritmál]]s í Evrópu.
 
[[Klassísk fornöld]] hófst í Evrópu á [[8. öldin f.Kr.|8. öld f.Kr.]] þegar borgríki þróuðust í [[Grikkland hið forna|Grikklandi]] og saga [[Rómaveldi]]s hófst með [[stofnun Rómar]] [[753 f.Kr.]] Útbreiðsla grískrar menningar náði hátindi sínum með landvinningum [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] á [[4. öldin f.Kr.|4. öld f.Kr.]] Rómaveldi lagði síðan undir sig leifar gríska heimsins og stóran hluta Evrópu. Á [[þjóðflutningatíminn|þjóðflutningatímanum]] hnignaði Rómaveldi, meðal annars vegna árása [[húnar|húna]] og [[germanir|germanskra þjóðflokka]] sem að lokum bundu endi á [[Vestrómverska keisaradæmið]] árið [[476]]. Annars einkenndist [[síðfornöld]] af útbreiðslu [[Kristni]], fyrst innan Rómaveldis og síðan út fyrir landamæri þess.