Munur á milli breytinga „Leikjafræði“

m
ekkert breytingarágrip
m
'''Leikjafræði''' er þverfagleg grein tengd [[stærðfræði]] og [[hagfræði]] sem notast við líkön til þess að spá fyrir um mögulega þróun innan lokaðs kerfis þar sem skilgreindir eru þátttakendur og tengdar breytur.
[[Gagnvirk ákvarðanafræði]] (e. ''Interactiveinteractive Decisiondecision Theorytheory'') er annað heiti yfir Leikjafræðileikjafræði sem lýsir greininni ef til vill betur. Fræðin teygir sig yfir breytt svið og hefur þróast yfir í að vera einskonar regnhlíf yfir svið [[Félagsvísindi|félagsvísindanna]] þar sem gert er ráð fyrir að leikmenn taki ákvarðanir byggðar á skynsemi og rökfræði. Markmiðið er að nota rökvísi og útsjónarsemi til að ná fram sem bestri útkomu í mismunandi atburðarrásum eða við mismunandi aðstæður. Þetta getur átt við aðstæður þar sem upp koma átök eða þörf er á samvinnu. Leikmennirnir geta verið allt frá fyrirtækjum og stofnunum yfir í einstaklinga og jafnvel þjóðir. Leikjafræði er aðallega notuð í [[hagfræði]], [[stjórnmálafræði]], [[sálfræði]] sem og [[rökfræði]] og [[líffræði]] en getur einnig verið notuð við ákvarðanatökur í daglegu lífi. Leiknum er lýst með því að greina frá reglum leiksins og hvaða útkoma hlýst af hverri samsetningu af ákvörðunum. Þannig geta leikmenn notað líkön og tól Leikjafræðinnar til að fá skýrari sýn á aðstæður með það að markmiði að bæta útkomu ákvarðanna sinna. Þegar hver leikmaður hefur valið þá leikáætlun sem er honum fyrir bestu með það í huga hvaða leikáætlun aðrir leikendur hafa valið er sú lausn kölluð [[Nash-jafnvægi]] (e. ''Nash equilibrium'').
Leikjafræði var fyrst rannsökuð af [[John von Neumann]] og [[Oskar Morgenstern]] árið [[1944]].
 
18.177

breytingar