„Jack Kevorkian“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Snaevar2510 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Jacob „Jack“ Kevorkian''' (f. [[26. maí]] [[1928]] – d. [[3. maí]] [[2011]]) var einn áhrifamesti baráttumaður líknardrápa í Bandaríkjunum, hann var menntaður meinafræðingur og útskifaðist úr læknisfræðiháskóla Michigan árið 1952.
 
Kevorkian var af Armensku bergi brotin, báðir foreldrar hans voru Armenskir innflytjendur. Jack Kevorkian varð heimsfrægur á tíunda áratugnum fyrir það að hafa hjálpað rúmlega 130 veikum einstaklingum að enda líf sitt frá árinu 1990 til ársins 1998, honum var gefið viðurnefnið „Dr.doktor Death“dauði af bandarísku pressunni vegna þessa. Jack Kevorkian hafði ungur að árum mótað með sér þá skoðun að fólk sem væri að upplifa mikinn sársauka vegna veikinda ætti sjálft að geta ákveðið hvenær það myndi deyja.
 
Árið 1987 byrjaði hann að auglýsa ráðgjöf fyrir mjög veikt fólk sem væri að leitast eftir því að deyja, það var ekki fyrr en árið 1990 sem hann hjálpaði sínum fyrsta sjúklingi að enda líf sitt, það var kona að nafni Janet Adkins sem hafði verið greind með Alzheimer árið 1989. Jack Kevorkian var ákærður fyrir morðið á Adkins en það voru þó enginn lög í Michigan ríki á þessum tíma sem bönnuðu það að hjálpa manneskju að enda líf sitt og var því ákæran lögð niður seinna það sama ár.