„Frjálshyggja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snæfarinn (spjall | framlög)
Lína 21:
[[Mynd:Anti-capitalism color.gif|thumb|left|250px|Ein algengasta röksemd gegn einkaeignarrétti er, að hann hafi í för með sér misskiptingu auðs og valda, eins og sýnd er á þessu áróðurspjaldi frá 19. öld]]
Gagnrýni á frjálshyggju kemur úr ýmsum áttum.
* [[Íhaldsstefna|Íhaldsmenn]] segja {{hverjir}}, að frjálshyggjumenn séu siðlausir, því að þeir séu hlutlausir um verðmæti. Í augum frjálshyggjumanna sé klámsalinn jafngildur kennaranum, því að báðir fullnægi þeir þörfum fólks. En [[klám]] sé ekki og eigi ekki að vera jafngilt kennslu. Frjálshyggjumenn svara því til, að menn geti haft margvíslegar skoðanir á mannlegum þörfum, en ekki fari vel, ef ríkið taki að sér að gera greinarmun á góðum og vondum þörfum.{{heimild vantar}}
* [[Íhaldsstefna|Íhaldsmenn]] segja einnig{{hverjir}}, að frjálshyggjumenn beri ekki næga virðingu fyrir ýmsum verðmætum, sem eigi að vera óhult fyrir hinum frjálsa markaði. Það sé til dæmis ekki eðlilegt að leyfa fólki að reisa sumarbústaði í þjóðgarði, og [[Flateyjarbók]] og önnur forn handrit eigi ekki að ganga kaupum og sölum. Þetta séu dýrgripir, sem eigi að njóta verndar. Flestir frjálshyggjumenn viðurkenna þetta sjónarmið en segja að þetta séu undantekningar en ekki meginregla. Aðrir frjálshyggjumenn segja að hlutir eins og Flateyjarbók og lendur sem í dag eru skilgreindir þjóðgarðar eigi að vera í einkaeigu: Einstaklingar hafa mikinn hvata til að hámarka verðmæti eigna sinna og ef Flateyjarbók er verðmætari í vel varðveittu ástandi þá muni einstaklingur varðveita hana vel.{{heimild vantar}}
* [[Jafnaðarstefna|Jafnaðarmenn]] segja{{hverjir}}, að frjálshyggjumenn taki ekki nægilegt tillit til lítilmagnans. Þetta sé [[hugmyndafræði]] hinna sterku, þeirra, sem eigi seljanlega hæfileika á markaði. Frjálshyggjumenn svara því til, að sjálfsagt sé að hjálpa þeim, sem hjálpar eru þurfi og geti ekki gert að því, hvernig komið sé fyrir þeim. En aðrir eigi að bera ábyrgð á sjálfum sér. Þeir eigi að njóta þess, sem þeir geri vel, og bera sjálfir kostnaðinn af mistökum sínum í stað þess að velta honum yfir á almenning.{{heimild vantar}}
* [[Jafnaðarstefna|Jafnaðarmenn]] segja líka{{hverjir}}, að vald í höndum auðkýfinga sé ekki síður hættulegt en ríkisvaldið, sem frjálshyggjumenn óttist. Frjálshyggjumenn svara því til, að vissulega verði að setja valdi auðkýfinga skorður, en þær felist í [[Réttarríkið|réttarríkinu]], almennum [[lög]]um og reglum, og þurfi ekki meira til. Enn fremur hefur hagfræðingurinn [[Milton Friedman]] mótmælt þessum rökum á þann hátt að hættan við vald hinna ríku og stóru stigmagnist með afskiptum ríkisins, en ekki öfugt.{{heimild vantar}}
 
Algengustu rökin gegn kröfunni um aukið [[atvinnufrelsi]] eru að frjálshyggjumenn ofmeti markaðinn og vanmeti ríkið. Margt sé þess eðlis, að það þurfi að leysa með sameiginlegu átaki borgaranna, ekki í viðskiptum einstaklinga. [[Einkaeignarréttur]] eigi ekki heldur alls staðar við. Svar frjálshyggjumanna er, að vissulega sé eitthvað til í þessum rökum. Markaðurinn leysi ekki allan vanda. En aðalatriðið sé, að hann sé þó vænlegri til árangurs en félagshyggjumenn telji. Markaðurinn sé vissulega ekki gallalaus, en ekki beri að einblína á galla hans, heldur bera saman [[ríkisafskipti]] og [[markaðsviðskipti]], verðlagningu og [[skattlagning]]u, og kanna, hvar þetta eigi hvort um sig við.{{heimild vantar}}