„Wikipedia:Hlutleysisreglan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MerlIwBot (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Wikipedia]] hefur þá stefnu að [[Wikipedia:Hvað er grein|greinar]] á verkefninu skuli lýsa viðfangsefni sínu frá '''hlutlausu sjónarhorni'''. Upphafsmaður Wikipedia, [[Jimbo Wales]], hefur sagt að hlutleysisstefnan sé „algjör og óumsemjanleg“. [http://mail.wikipedia.org/pipermail/wikien-l/2003-November/008074.html] Enska skammstöfunin '''NPOV''' (Neutral point of view) er oft notuð yfir hlutleysisregluna og mikið er skrifað á [[:en:Wikipedia:Neutral point of view|ensku Wikipedia]] um hana.
[[Mynd:Verifiability and Neutral point of view (Common Craft)-600px-en.ogv|300px|thumbnail|Textað myndband um [[Wikipedia:Sannreynanleikareglan|sannreynanleika-]] og hlutleysisregluna. Smelltu á CC og „íslenska” til að fá íslenskan texta.]]
 
Hlutleysisstefnan þýðir ekki að það sé hægt að skrifa allar greinar frá einu hlutlausu sjónarhorni heldur er markmið hennar að öllum sjónarmiðum varðandi viðfangsefnið sé lýst með sanngjörnum hætti og opnum huga án þess að gefa í skyn að eitt sjónarmið og ein skoðun sé öðrum fremri. Fyrst og fremst á að leitast við að lýsa staðreyndum á Wikipedia og leyfa lesandanum að gera upp hug sinn. Það gengi til dæmis gegn hlutleysisstefnunni ef greinin um [[Adolf Hitler]] segði að hann hafi verið ''vondur'' maður, greinin á hinsvegar að segja frá staðreyndunum og láta lesandann komast að eigin niðurstöðu.