„Mitt Romney“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.7.2+) (Vélmenni: Bæti við: ilo:Mitt Romney Breyti: el:Μιτ Ρόμνεϊ
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Romney1.JPG|thumb|Mitt Romney]]
'''Willard Mitt Romney''' (f. [[12. mars]] [[1947]]) er [[Bandaríkin|bandarískur]] [[stjórnmálamaður]], fæddur í [[Detroit]] í [[Michigan|Michiganfylki]]. Hann gegndi áður starfi [[ríkisstjóri|ríkisstjóra]] [[Massachusetts|Massachusettsfylkis]]. Hann sóttist eftir tilnefningu [[repúblikanaflokkurinn|repúblikana]] í [[Bandarísku forsetakosningarnar 2008|forsetakosningunum árið 2008]] en hætti [[kosningabarátta|kosningabaráttu]] sinni [[7. febrúar]] [[2008]] eftir að hafa tapað baráttunni um tilnefningu repúblikanaflokksins fyrir [[John McCain]]. Hann er forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins í kosningabaráttunni 2012, gegn sitjandi forseta [[Barack Obama]].
 
== Æska og menntun ==
 
Mitt Romney fæddist í [[Detroit]] þann 12. mars 1947. Hann er sonur George Romney fyrrum ríkisstjóra Michigan og Lenore Romney. Hann giftist konu sinni, Ann Romney árið 1969 og saman eiga þau fimm börn. Romney útskrifaðist með BA gráðu í Ensku frá Brigham Young Háskóla árið 1971, hann úskrifaðist svo með heiðri með sameinaða meistara gráðu í lögfræði og -viðskiptum frá Harvard háskóla árið 1975. Romney er mormónatrúar og er meðlimur kirkjunnar Church of Jesus Christ of Latter-day Saints.
 
== Viðskiptaferill ==
 
Mitt Romney hefur víðtæka reynslu úr viðskiptaheiminum. Hann byrjaði sama ár og hann útskrifaðist úr Harvard sem ráðgjafi hjá Boston Consulting Group. Frá árinu 1977 hefur hann gegnt ýmsum störfum fyrir Bain & Company og systur fyrirtæki þess Bain Capital, þar á meða sem forstjóri þeirra beggja. Romney náði þjóðarathygli í Bandaríkjunum þegar hann tók við sem stjórnandi vetrarolympíuleikanna í Salt Lake, þar nýtti hann sér viðskiptaþekkingu sína í bland við politíska hæfni. Romney og hans fólk hefur haldið því fram að sökum þeirrar viðskiptareynslu sem hann hefur, þá sé hann rétti maðurinn til að leiða Bandaríkin út úr kreppunni.
 
{{Stubbur|Æviágrip|Stjórnmál|USA}}