Munur á milli breytinga „Voltaire“

257 bæti fjarlægð ,  fyrir 8 árum
Voltaire hafði nú lært af reynslunni. Hann gætti þess að verða sem minnst uppsigað við yfirvöld og einbeitti sér að skrifum og rannsóknum á sviði vísinda og sagnfræði. Meðal áhrifavalda hans var breski vísindamaðurinn Sir Isaac Newton og enski heimspekingurinn og vinur hans John Locke.
 
Voltaire þótti lífið á herragarðinum (ATH.) þó takmarkað er til lengdar lét. Í Parísarheimsókn árið 1744 varð hann að nýju ástfanginn, nú af frænku sinni, Marie Louise Mignot. Í fyrstu laðaðist Voltaire af Mignot á kynferðislegan hátt og skrifaði henni meira að segja klámfengin bréf. („Sál mín kyssir þína; limurinn á mér, hjartað í mér, eru ástfangin af þér. Ég kyssi á þér undurfagran rassinn ...“). Löngu síðar bjuggu þau saman, hugsanlega einungis á platónskum forsendum, og héldust saman allt til dauða Voltaires. Markgreifynjan, sem einnig hafði orðið sér úti um elskhuga, lést af barnsförum árið 1749.
 
Eftir dauða markgreifynjunnar hélt Voltaire til Parísar. Þar ritaði hann að líkindum eitt hið fyrsta sem skrifað var af vísindaskáldskap; sendiherrar frá framandi plánetu koma til jarðarinnar og verða vitni af heimskupörum mannkyns. Enn og aftur tókst honum svo að reita ráðamenn til reiði og fá þá til að kveikja í verkum sínum.
Óskráður notandi