„Graz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.7.2+) (Vélmenni: Bæti við: cv:Грац
Hubertl-AT (spjall | framlög)
Lína 25:
 
== Saga Graz ==
[[Image:Vischer - Topographia Ducatus Stiria - 110 Graz.jpg|thumb|left|Graz, Georg Matthäus Vischer (1670)]]
=== Upphaf ===
Það voru slavar sem fyrstir reistu virki á staðnum, en héraðið var þá strjálbýlt. Þeir voru kristnaðir af bæjurum og frönkum á 7. öld, en seinna gengu þeir upp í mannhafi [[Karlamagnús]]ar. Á [[10. öldin|10. öld]] réðust Ungverjar inn í héraðið. Þegar þeir voru endanlega sigraðir [[955]], stóð [[Bæjaraland]] fyrir germönsku landnámi í og við Graz. Næstu áratugi réðu hinar og þessar ættir yfir bænum. Graz kemur fyrst við skjöl á árinu [[1128]]/[[1129|29]] að talið er. Bærinn var þá lítill, ekki meira en þorp. En [[1160]] eignast Ottokar III frá Bæjaralandi héraðið og bæinn. Við það myndaðist veglegur markaður í Graz. [[1233]] fær bærinn sína fyrstu múra. [[1379]] eignast Habsborgarar Graz. Þeir reistu sér veglegt aðsetur þar og stjórnuðu þaðan héraðinu í kring. Bærinn varð því að nokkurs konar höfuðborg héraðsins í kring, en það náði yfir mestan hluta Steiermark, hluta [[Kärnten]] og nyrstu hluta [[Ítalía|Ítalíu]] og [[Slóvenía|Slóveníu]].