„Kleópatra Selena 1.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Kleópatra Selena 1.''' ([[gríska]]: ''η Κλεοπάτρα Σελήνη''; um 130 f.Kr. – [[69 f.Kr.]]) var drottning [[Egyptaland]]s á tímum [[Ptólemajaríkið|Ptólemajaríkisins]] og síðar drottning [[Selevkídaríkið|Selevkídaríkisins]]. Hún giftist fjórum konungum; [[Ptólemajos 9.|Ptólemajosi 9.]] af Egyptalandi, og [[Antíokkos 8.|Antíokkosi 8.]], [[Antíokkos 9.|Antíokkosi 9.]] og [[Antíokkos 10.|Antíokkosi 10.]] af Sýrlandi.
 
Upphaflega hét hún aðeins Selena. Móðir hennar, [[Kleópatra 3.]], neyddi Ptólemajos 9. til að skilja við [[Kleópatra 4.|Kleópötru 4.]] og giftast Selenu í staðinn. Þá tók hún upp nafnið Kleópatra. Með honum átti hún að minnsta kosti dótturina [[Bereníke 53.|Bereníku 53.]] og hugsanlega tvo syni, en þeir eru þó oftar taldir óskilgetnir.
 
Árið [[107 f.Kr.]] hrakti Kleópatra 3. Ptólemajos 9. frá völdum og gerði bróður hans að konungi. Hann flúði þá frá konu sinni og börnum til [[Kýpur]] og reyndi þar að koma upp her til að taka Egyptaland aftur. Í Sýrlandi börðust bræðurnir Antíokkos 8. og Antíokkos 9. um völdin. Kleópatra gerði bandalag við Antíokkos 8. og gaf honum Kleópötru Selenu fyrir eiginkonu. Hann hafði áður verið giftur eldri systur hennar [[Trýfaína|Trýfaínu]]. Þegar Antíokkos 8. var drepinn í [[Antíokkía|Antíokkíu]] árið [[96 f.Kr.]] tók Antíokkos 9. sér Kleópötru Selenu fyrir eiginkonu.