„Innsigli Marteins Lúthers“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Harald~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Luther seal.jpg|thumb|Innsigli Marteins Lúthers]]
[[Siðbótin|Siðbótarmaðurinn]] [[Marteinn Lúther]] hannaði innsigli sitt sjálfur en á [[þýska|þýsku]] kallast það einfaldlega ''Lutherrose''. Lúther skýrði merkingu innsiglisins með þeim hætti að innst væri svartur [[kross]] sem minnir okkur á að [[Jesús|Jesús Kristur]] vill eiga samastað í hjarta þess sem trúir fyrir trúna eina ([[sola fide]]). [[Kross|Krossinn]] skal vera svartur á litinn því [[Jesús]] frelsar þá sem á hann trúa með dauða sínum og leitast við að deyða í þeim allt sem [[synd|syndugt]] er. Lúther sagði svartan vera hinn náttúrulega lit krossins. [[Hjarta|Hjartað]] skal vera rautt því [[trú|trúin]] fyllir hjartað af gleði, trausti og frið. Hjartað er inni í hvítri [[rós]] en hvítur táknar hér lit [[engill|engla]] og heilags anda. Blái liturinn utan um rósina táknar himininn þar sem Jesús Kristur hefur búið fylgjendum sínum sæti en gyllta gjörðin yst merkir eilífa dýrð [[Guð|Guðs]].
 
{{Dewikiheimild|Martin Luther|30. ágúst|2006}}
 
[[Flokkur:Kristni]]