„Næring“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
AvocatoBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: et:Toitumine
Lína 26:
Undirstöðufrumefnin (fyrir utan trefjaefni og vatn) gefa [[orka|orku]] sem er mæld með [[Júl]]um eða [[kaloría|kílókaloríum]]. Kolvetni og prótín gefa 17 kJ (4 kkal) af orku á hvert gramm og fitur gefa 37 kJ (9 kkal) á hvert gramm.<ref name=Stryer>Berg J., J.L. Tymoczko og L. Stryer, ''Biochemistry'' 5. útg. (San Francisco: W.H. Freeman, 2002): 603.</ref> Vítamín, steindir, trefjaefni og vatn gefa enga orku en eru öll nauðsynleg af öðrum ástæðum.
 
Kolvetnis- og fitusameindir samanstanda af [[kolefni]]s-, [[vetni]]s- og [[súrefni]]sfrumeindum. Kolvetni getur verið einfaldar [[einsykra|einsykrur]] ([[glúkósi]], [[frúktósi]] og [[galaktósi]]) eða flóknar [[fjölsykra|fjölsykrur]] ([[mjölvi]]). Fitur eru [[þríglýseríð]] gerð úr [[fitusýra|fitusýru]][[einliða|einliðum]] festum við [[glýseról]]. Sumar en ekki allar fitusýrur eru nauðsynlegar í mataræðinu, það er að segja að þær geti ekki myndast í líkamanum. Prótínsameindir innihalda [[nitur]]frumeindir auk þess sem þær eru í kolvetni og fitum. Einliður prótínsins sem innihalda nitur eru [[amínósýra|amínósýrur]], á meðal þeirra eru sumar [[nauðsynleg amínósýra|nauðsynlegar amínósýrur]]. Þær eru ekki notaðar í [[efnaskipti|efnaskiptum]]. Ef þær eru notaðar sem orka íþyngir losun nitursins [[nýra|nýrum]].
 
Önnur snefliefni eru [[andoxunarefni]] (e. ''antioxidants'') og [[jurtaefni]] (e. ''phytochemicals'').