„Martinus Simson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skrist (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Martinus Simson''' (eða '''M. Simson''' eða '''Marthinus Simson''') ([[9. júní]] [[1886]] - ?15. apríl [[1974]]) var [[Danmörk|danskur]] fjölleikalistamaður sem settist að á [[Ísafjörður|Ísafirði]] og starfaði þar sem [[ljósmyndari]], [[útvarpsvirki]], [[myndhöggvari]] og trjáræktandi.
 
Simson fæddist í [http://Vendsyssel Vendsyssel] á Norður-[[Jótland]]i og ólst upp á fátæku sveitaheimili til sautján ára aldurs. Þá fór hann að heiman og gerðist [[trúður]], tannaflraunamaður og [[hugsanalesari]] í farandflokki fjölleikamanna. Árið [[1913]] kom hann til [[Ísland]]s með sirkus sínum og heillaðist af landinu. [[1914]] kom hann aftur til landsins, ferðaðist um landið og leitaði sér að stað til að setjast þar að. En þegar hann kom til Ísafjarðar fannst honum hann vera kominn heim og settist þar að og bjó þar alla ævi. Hann fékk land til afnota í [[Tungudalur|Tungudal]] við [[Skutulsfjörður|Skutulsfjörð]] sumarið [[1925]] og reisti sér þar sumarhús ([[Kornustaðir|Kornustaði]]) og hóf að rækta tré og aðrar plöntur sem síðar varð [[Simsonsgarður]]. Hann varð brautryðjandi í skógræktarmálum Ísfirðinga og með styrk frá Ísafjarðarkaupstað og [[Skógrækt ríksins]] plantaði hann 117 þúsund barrplöntum í Tungudal. ([[5. apríl]] [[1994]] féll [[snjóflóð]] í Tungudal og nær öll trén í garði hans brotnuðu eða lögðust á hliðina).