Munur á milli breytinga „Malaví“

4 bætum bætt við ,  fyrir 7 árum
m
m (r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: chy:Malawi)
Mannvistarleifar sem fundist hafa í Malaví eru taldar vera frá að minnsta kosti 8.000 f. Kr. en þær sýna að ættbálkarnir líktust nokkuð því fólki sem býr á [[Sómalíu-skagi|Sómalíu-skaga]] á okkar dögum. Einnig hafa fundist mannvistarleifar og [[hellaristur]] frá því um 1.500 f. Kr. og sýna að fólkið var [[Búskmenn]], þó ekki sömu tegundar og er að finna í [[Ástralía|Ástralíu]].
 
Á 15. öld var Maravi-veldið stofnað við suðvesturströnd Malaví-vatns en það var Amaravi (seinna þekkt sem Chewa-fólkið) sem flúði frá því svæði sem nú er [[Vestur-Kongó]]. Maravi-veldi stækkaði og náði yfir bæði [[Mósambík]] og [[Sambía|Sambíu]] en leið loks undir lok á 18. öld vegna þess að [[þrælasala]] og [[óeirðir]] innan stjórnarinnar veiktu veldið.
 
Orðið Maravi er talið þýða ''ljósgeislar'', en þjóðin vann mikið með járn og lýstu járnbræðsluofnarnir upp næturhimininn — af því er nafnið dregið. Við ströndina þar sem nú er Sambía verslaði Maravi-fólkið við evrópsk skip, sérstaklega [[Portúgal|portúgölsk]] en einnig við [[Arabi|araba]]. Helst seldu Maravar járn, [[fílabein]] og [[Þræll|þræla]], en þeir ræktuðu einnig [[hirsi]] (milet-korn) og [[Kartafla|kartöflur]].