Munur á milli breytinga „Vínarfundurinn“

 
== Fundurinn ==
Hugsjónir frönsku byltingarinnar höfðu borist víða um Evrópu með herjum Frakklands og í anda þeirra vildu margir að nú yrði komið á stjórnarumbótum, myndaðar þingbundnar konungsstjórnir eða jafnvel stofnuð lýðveldi. Því fór þó fjarri að allsráðendur á Vínarfundinum hefðu eitthvað slíkt í huga. Þeir höfðu að leiðarljósi hugtökin lögmæti og stöðugleiki. Með lögmæti áttu þeir við, að ríkin yrðu aftur fengin í hendur fyrri þjóðhöfðingjum eða réttmætum erfingjum þeirra. Með stöðugleika var átt við, að valdajafnvægi skyldi ríkja í álfunni, með sérstakri áherslu á að halda aftur af Frökkum. Þótt Vínarfundurinn kæmi ekki formlega saman, hittust menn tíðum, bæði í hinum ýmsu nefndum og auðvitað í veislum og á dansleikjum. Þar reyndu þeir að tryggja sér stuðning hvers annars við tilkall til umdeildra landsvæða, selja stuðning sinn fyrir stuðning við sig. Ótal sambönd og bandalög voru mynduð, sem síðan gátu hæglega riðlast á næsta dansleik.
=== Pólland og Saxland ===
[[File:Map congress of vienna-isl.jpg|thumb|right|Kort af Evrópu eftir Vínarfundinn, 1815]]
2.436

breytingar