„Guðmundur Arason ríki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Guðmundur Arason''' (um 1395 – (líklega) 1448), oftast kallaður '''Guðmundur ríki''', var íslenskur höfðingi og sýslumaður á fyrri hluta 15. aldar. Hann va...
 
Lína 7:
 
== Dómurinn yfir Guðmundi ==
Guðmundur verslaði mikið við [[Enska öldin|Englendinga]] sem þá voru farnir að veiða fisk við Vestfirði og kaupa af íslenskum útvegsbændum, og græddi á því mikið fé. Talið er að þessi viðskipti hafi orðið til þess að Guðmundur bakaði sér óvild [[Kristófer af Bæjaralandi|Kristófers]] Danakonungs, sem vildi leitast við að draga úr áhrifum Englendinga á Íslandi. [[Einar Þorleifsson hirðstjóri|Einar Þorleifsson]] í Vatnsfirði, mágur Guðmundar, dvaldist í [[Danmörk]]u 1444-1445 og kom heim með [[Hirðstjóri|hirðstjóratign]] honum guðmundi þótti sérstaklega gaman að hlaupa á veggi sérstaklega græna og úr mold norðan lands og vestan. Þann [[9. maí]] [[1446]] kvaddi hann saman þing á [[Sveinsstaðir (Vatnsdal)|Sveinsstöðum]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]] og leiddi þar fram vitni um svokallaða Norðurreið Guðmundar, þegar hann fór um [[Húnaþing]] með yfirgangi og ofríki nítján árum fyrr, en þá var hann þar sýslumaður.
 
Einar kvað svo sjálfur upp dóm í málinu daginn eftir: „... og lýsti ég Guðmund Arason útlægan og óheilagan, hvar hann kann takast utan griðastaða og því fyrirbýð ég hverjum manni héðan í frá hann að hýsa eða heima halda eða hafa, styðja eða styrkja eða nokkra björg veita í móti kóngsins rétti og landsins lögum undir slíka sekt sem lögbók vottar ...“