„Svavar Gestsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m bætti við tengli
Lína 7:
Svavar Gestsson var formaður Alþýðubandalagsins 1980-1987, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra 1995-1999, sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins 1968 - 1999, var í ritstjórn tímaritsins Réttar um langt árabil. Hann hefur skrifað fjölda blaða- og tímaritsgreina. 1995 kom út eftir hann bókin Sjónarrönd, um jafnaðarstefnu. Hann heldur úti heimasíðunni svavar.is
 
Svavar sat í stjórn Landsvirkjunar 1995-1997, í stjórn Ríkisspítalanna 1991-1994, formaður stjórnar Norræna menningarsjóðsins 1996-1997. Hann var einn af þremur yfirskoðunarmönnum ríkisreikninga 1991 - 1995. Hann sat fjögur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Var formaður ráðherranefndar EFTA 1979, var formaður vestnorræna ráðsins 1998 og í ráðinu um árabil. Var formaður embættismannanefndar sem samdi um Icesave reikningana í [[Bretland]]i og Hollandi eftir bankahrunið á Íslandi. Í framhaldi af þeim voru gerðir nýjir samningar sem samþykktir voru á alþingi. Þeim samningum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu 2010. Svavar situr í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og í stjórn Ólafsdalsfélagsins.<ref>{{cite web |url=http://www.olafsdalur.is/Home/Felagid|title=Félagið|publisher=Ólafsdalsfélagið|accessdate=október|accessyear=2012}}</ref>
 
[[Svandís Svavarsdóttir]] umhverfisráðherra er dóttir hans.