„Rafsegulgeislun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
Swift (spjall | framlög)
m Mynd breytt yfir í íslenska þýðingu.
Lína 1:
[[Mynd:EM_spectrum.is.svg|thumb|right|Rafsegulsviðið]]
'''Rafsegulgeislun''' eða '''rafsegulbylgjur''' eru samheldnar bylgjur í [[segulsvið]]i og [[rafsegulsvið]]i sem sveiflast hornrétt hvor á aðra og þvert á [[útbreiðslustefna|útbreiðslustefnuna]] (sú stefna sem bylgjurnar ferðast í). Rafsegulgeislun getur líka verið í formi einda sem streyma um sem litlir orkuskammtar, þær eru kallaðar ljóseindir (sjá [[tvíeðli ljóss]]). Öll rafsegulgeislun flytur með sér orku og þarf ekki efni til að berast um í (gagnstætt [[hljóðbylgjur|hljóðbylgjum]] t.d.). Þó er hraði rafsegulbylgja háður eiginleikum umhverfisins sem lýst er með rafsvörunarstuðli (<math>\varepsilon</math>) og segulsvörunarstuðli (<math>\mu</math>). Rafsegulgeislun stafar ýmist glóa heitra hluta eða vegna ljóma ýmissa efnahvarfa t.d. þar sem ekki þarf hita til. Rafsegulgeislun er stundum bara kölluð [[ljós]], en oftast er þó átt við sýnilegt ljós.