„Frjálshyggjuflokkurinn (Bandaríkin)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Auduralfa (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Frjálshyggjuflokkurinn''' er [[stjórnmálaflokkur]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] sem hefur verið hvað lengst til fyrir utan stóru flokkana tvo og er þriðji stærsti flokkurinn í Bandaríkjunum. Flokkurinn var stofnaður 11. desember 1971 og hefur verið starfandi sleitulaust síðan. Flokkurinn sækir stefnu sína í [[frjálshyggja|frjálshyggju]] þar sem frelsi einstaklingsins er framar öllu öllu sem og takmörkuð afskipti ríkisvaldsins. Þrátt fyrir að til sé bæði vinstri- og hægri frjálshyggja þá eru hægri frjálshyggjumenn yfirgnæfandi fleiri í Bandaríkjunum með 235.000 skráða kjósendur árið 2008. Frjálshyggjumenn segjast trúa því að besta lausnin til að leysa vandamál sem herja á Bandaríkin sé á þá leið að leita í þá sömu arflegð og hugmyndafræði og Bandaríkin voru upphaflega byggð á eða frelsi einstaklingsins í einu og öllu. Stefna flokksins er því algjört frelsi og réttindi einstaklingsins, frjáls markaður, frjáls verslun og einginengin afskipti í erlendum málum og versluninnanríkismálum. Róttækustu frjálshyggjumenn styðja lögleiðingu fíkniefna, kláms, vændi, fjárhættuspil, giftingu samkynhneigðra, heimaskólun og byssueign almennings svo eitthvað sé nefnt. <ref>[http://www.politics1.com/parties.htm „THE "BIG THREE" THIRD PARTIES“] í Ron Gunzburger's Politics1.com. Skoðað 1. okt 2012</ref>
 
Frjálshyggjumenn telja sig hvorki vinstri né hægri menn heldur vilja þeir sem mest afskiptaleysi fyrir einstaklinginn af hálfu stjórnvalda. Þeir telja að afskipti stjórnvalda ætti að takmarka við að verja almúgann fyrir líkamlegu ofbeldi og svikum. Frjálshyggustjórn myndi þar af leiðandi einskorðast við lögrelgu, fangelsismálastofnun og her. <ref>[http://www.politics1.com/parties.htm „THE "BIG THREE" THIRD PARTIES“] í Ron Gunzburger's Politics1.com. Skoðað 1. okt 2012</ref>