„Lyftiduft“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
Lyftiduft er ýmist einvirkt eða tvívirkt (hægverkandi) en upphaflega var allt lyftiduft einvirkt, sem þýðir að duftið verður virkt um leið og það kemst í snertingu við raka og sýru og þarf því að baka strax úr deiginu. Tvívirkt lyftiduft bregst við í tveimur skrefum, annars vegar þegar vöknar í því og hins vegar þegar hita frá ofninum fer að gæta, og deigið getur því beðið nokkra stund fyrir bakstur. Það er ekki fyrr en hitastig hækkar í deiginu inni í ofninum sem aðallyftingin fer af stað þegar koltvísýringur losnar úr læðingi og loftbólurnar í deiginu stækka og þenja það út. Þar sem sýruvaldarnir eru fyrir hendi í lyftiduftinu er ekki þörf á súru hráefni til að lyftiduftið virki.
 
Sýruvaldar í lyftidufti eru meðal annars [[dífosfat|dífosföt]], [[álsúlfat]] eða [[vínsteinn]] og stundum blanda þessara efna. Álsúlfat er hæg- og langvirkara en hin efnin, sem þýðir að deig sem það er í getur beðið lengur. Það hefur þó verið nokkuð umdeilt, annars vegar telja ýmsir að þau geti valdið því að álbragð verði af bakkelsinu og hins vegar hafa komið fram kenningar um að ál í mat geti hugsanlega valdið [[Alzheimer]]-sjúkdómi. Lyftiduft sem inniheldur dífosfat, til dæmis Royal-lyftiduft, er heldur hægvirkara en vínsteinslyftiduft. Í lyftidufti eru einnig þurrkefni (oftast [[sterkja|sterkju]]), svo sem [[hveiti]][[, maís]]sterkja, [[kartöflumjöl]] eða [[hrísmjöl]]. Þurrkefnin binda raka og auka því geymsluþol duftsins. Þau koma líka í veg fyrir kekkjamyndun og auka íblöndunarhæfni lyftiduftsins.
 
Þeir sem vilja forðast allt glúten sneiða oft hjá lyftidufti sem inniheldur hveiti þótt magn þess sé raunar mjög lítið. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að [[vínsteinslyftiduft]] sé glútenlaust eða að glútenlaust lyftiduft innihaldi ekki álsambönd. Einnig getur lyftiduft sem inniheldur vínstein jafnframt innihaldið álsúlfat.