„Kröflustöð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
[[Mynd:Krafla Geothermal Station.jpg|thumb|right|Kröflustöð]]
'''Kröflustöð''' er 60MW [[jarðvarmavirkjun|jarðgufuvirkjun]] á háhitasvæðinu við [[Mývatn]] á [[Norðurland eystra|Norðurlandi eystra]] og er hún jafnframt fyrsta stórvirkjun jarðgufu til rafmagnsframleiðslu á [[Ísland]]i en áður var byggð 2,5 MW jarðgufustöð í [[Bjarnarflag]]i.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2848431 „Þess vegna er áfram haldið framkvæmdum við Kröflu“]. ''Þjóviljinn'', frétt frá 1. febrúar 1976</ref> Kröflustöð er rekin af [[Landsvirkjun]].
 
== Saga Kröflustöðvar ==
=== Forsaga ===
Vegna viðvarandi orkuskorts á Norðurlandi á áttunda áratugnum, þar sem víða þurfti að nota [[díselvél]]ar til rafmagnsframleiðslu með tilheyrandi kostnaði, var lagt mikið kapp á að finna ákjósanlega virkjanakosti fyrir Norðurland.Eftir [[Laxárdeilan|Laxárdeiluna]] svonefndu, sem varð til þess að fallið var frá frekari áformum um stækkun [[Laxárstöðvar|Laxárvirkjunar]],<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3745084 „Laxá og orkumál Norðlendinga“]. ''Tíminn'', frétt frá 24. febrúar 1974</ref> var Kröflunefnd skipuð af þáverandi Iðnaðarráðherra, Magnúsi Kjartanssyni, 21. júní 1974.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1457495 „Kröflunefnd fær aðsetur á Akureyri“]. ''Morgunblaðið'', frétt frá 8. nóvember 1974</ref>
 
Kröflunefnd var ætlað að undirbúa jarðgufuvirkjun við [[Krafla|Kröflu]] eða [[Námafjall]]. Tilraunaboranir voru hafnar sama ár og strax sumarið eftir var byrjað að reisa mannvirki, boraðar vinnsluholur og keyptar tvær 30 MW vélasamstæður frá Mitsubishi Heavy Industries í [[Japan]]. Þá gerðu áætlanir ráð fyrir að raforkuframleiðsla hæfist fyrir árslok 1976 á annarri vélasamstæðunni en það gekk ekki eftir.<ref>[http://www.landsvirkjun.is/starfsemin/virkjanir/kroflustod/ „Kröflustöð“]. Landsvirkjun, skoðað 01.04.2011</ref>
 
=== Kröflueldar setja strik í reikninginn ===
Á sama tíma og framkvæmdir voru að hefjast um mitt ár 1975 varð mikil aukning í [[Jarðskjálfti|skjálftavirkni]] á Kröflusvæðinu sem náði hámarki 20. desember 1975 þegar eldgos hófst við Leirhnjúk, rúmum kílómetra frá þar sem verið var að reisa stöðvarhús Kröfluvirkjunar. Þetta litla hraungos var upphafið af [[Kröflueldar|Kröflueldum]] þar sem [[kvika]] streymdi inn í [[kvikuhólf]] undir [[Sigketill|Kröfluöskjunni]]. Þegar þrýstingur varð nógu mikill í kvikuhólfinu varð kvikuhlaup þar sem hluti kvikunnar hljóp í [[sprungurein]]ar sem opnuðust. Þetta gerðist um 24 sinnum næstu níu árin og þar af rann [[hraun]] ofanjarðar níu sinnum. Á meðan á þessu stóð varð landris og landsig áberandi með tilheyrandi jarðhræringum bæði í Kröfluöskjunni þar sem stöðvarhúsið stendur og í kringum hana, því fóru menn fljótt að velta fyrir sér áhættunni við áframhaldandi framkvæmdir.<ref>Guðbjartur Kristófersson, ''Jarðfræði''. (Reykjavík: Leturprent 2005).</ref><ref>[http://www.nat.is/travelguide/eldgos_saga_krafla.htm „Krafla - Leirhnjúkur - Gjástykki“]. Nordic Adventure Travel.</ref>
 
=== Í framhaldi af Kröflueldum ===
Þegar ljóst var að litlar líkur væru á að hraun myndi renna í átt að Kröflustöð var ákveðið að halda áfram þeim framkvæmdum er stuðluðu að verndum og viðhaldi þeirra mannvirkja sem þegar höfðu risið eða voru hálfkláruð gegn jarðskjálftum. Þar má nefna að stöðvarhúsið var þá aðeins fjórir veggir en átti fullklárað að þola jarðskjálfta upp á sjö stig á [[Richter skalinn|Richter]] og þakið að þola tveggja metra þykkt öskulag.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2848445 „Þess vegna er áfram haldið framkvæmdum við Kröflu“]. ''Þjóviljinn'', frétt frá 1. febrúar 1976</ref> Fjölmiðlar einkenndust þó af miklum deilum um hvort rétt væri að verja áfram fjármunum í virkjun á svo hættulegu svæði.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3350491 „Hætta á eldgosi meiri en...“]. ''Vísir'', frétt frá 13. febrúar 1976</ref>
 
Gufuöflun fyrir gangsetningu Kröflustöðvar gekk illa í kjölfar Kröfluelda. Borholur skemmdust vegna jarðhræringa og kvikugass, sem tærði fóðringar og eyðilagði. Það var ekki fyrr en í ágúst 1977 sem fyrri vélasamstæðan var fyrst gangsett en vegna gufuskorts hófst rafmagnsframleiðsla ekki fyrr en í mars 1978 og þá var framleiðslan aðeins um 6-8MW. Það entist þó ekki lengi og var framleiðslan af og á næstu árin.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1496272 „Krafla í gang“]. ''Morgunblaðið'', frétt frá 25. febrúar 1978</ref>
 
Upp úr 1980 voru nýjar holur boraðar og í lok níunda áratugarins þegar Kröflusvæðið fór að róast voru komnar 24 borholur og framleiðslan búin að ná fullum afköstum á einni vélasamstæðu. Ekki var talin þörf á að setja upp seinni vélasamstæðuna þá þar sem eftirspurn eftir orku hafði dvínað.
 
Á meðan á þessu gekk urðu tvisvar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi virkjunarinnar en 1. janúar 1979 tóku Rafmagnsveitur ríkisins (RARIK) við rekstrinum af Kröflunefnd og síðan keypti Landsvirkjun loks Kröflustöð 1. janúar 1986.
 
=== Full afköst ===
Á árunum 1995 – 1996 jókst eftirspurn eftir rafmagni á ný og Landsvirkjun hóf þá undirbúning að uppsetningu seinni vélasamstæðunnar, sem hafði verið í geymslu í um 20 ár.<ref>[http://www.landsvirkjun.is/media/laxarstodvar/Laxa-isl.pdf „Laxárstöðvar“]. Landsvirkjun, skoðað 01.04. 2011.</ref> Þá höfðu tækniframfarir verið miklar og í stað þess að bora beint ofan í jörðina var notast við skáborun, sem bar mikinn árangur við gufuöflun. Þannig voru boraðar nýjar holur og margar eldri holur lagfærðar og fékkst þá næg orka til að keyra báðar vélarnar á fullu afli eða 60 MW eins og var áætlað í upphafi.
 
Einnig var settur upp nýr og betri stjórn- og rafbúnaður og seint í nóvember 1997, var seinni vélasamstæðan gangsett á hálfum afköstum og náði hún fullum afköstum árið 1999.
Í framhaldinu stóð síðan til að stækka stöðina enn frekar og bæta við þriðju vélasamstæðunni svo framleiðslan næði allt að 100 MW, en enn hefur ekki orðið að því.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1892409 „Full afköst með seinni vél Kröflu“]. ''Morgunblaðið'', frétt frá 25. nóvember 1997.</ref>
 
== Tæknilegar upplýsingar ==
Kröflustöð er [[Jarðvarmavirkjun#Tveggja_.C3.BErepa_gufuvirkjun|Tveggja þrepa gufuvirkjun]], en það þýðir að gufan frá borholunum er hreinsuð og hún skilin að í háþrýsti- og lágþrýstigufu. Háþrýstigufan er leidd að innri blöðum hverfils sem knýr rafal og lágþrýstigufan er leidd að ytri blöðunum en þannig nást mun betri afköst með hverflinum.
Fyrir Kröflustöð hafa alls verið boraðar 34 borholur á þremur svæðum, Suðurhlíðum, Hveragili og Leirbotnum. Af 34 borholum eru tólf ónýtar/ónothæfar, sautján háþrýstiborholur sem gefa 110 kg/s af gufu við 7,7 [[Bar (þrýstingur)|bara]] þrýsting og fimm lágþrýstiborholur sem gefa 36 kg/s af gufu við 2,2 bara þrýsting. Dýpsta borholan nær 2.222 metra ofan í jörðina.
 
Þessi gufa knýr tvær 30 MW Mitsubishi vélasamstæður sem framleiða um 480GWh á ári en framleiðslan er stöðvuð yfir sumarmánuðina vegna viðhalds.<ref>[http://www.landsvirkjun.is/starfsemin/virkjanir/kroflustod/nr/867 „Kröflustöð - Tæknilegar upplýsingar“]. Landsvirkjun, sótt 01.04. 2011.</ref>
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
 
== Tengt efni ==
* [[Virkjun]]
* [[Jarðvarmavirkjun]]
 
== Tenglar ==