„Fimmta ráðuneyti Ólafs Thors“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Fimmta ráðuneyti Ólafs Thors''' (stundum kallað '''Viðreisnarstjórnin''') var ríkisstjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] sem sat við völd á Íslandi frá 1959 til 1971. Markmiðið með stjórnarmynduninni var að reisa við efnahag landsins. Nafngiftin kom til eftir að ríkisstjórnin gaf út ritið ''Viðreisn efnahagslífsins'' nokkrum misserum eftir að hún tók við völdum.
 
Forsætisráðherrar Viðreisnarstjórnarinnar voru formenn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]]; [[Ólafur Thors]] til 1963, [[Bjarni Benediktsson (f. 1908)|Bjarni Benediktsson]] til 1970 og [[Jóhann Hafstein]] til 1971. Utanríkisráðherrar Viðreisnarstjórnarinnar voru [[Guðmundur Í. Guðmundsson]], varaformaður [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] [[1954]]-[[1965]], til 1965 og [[Emil Jónsson]] formaður [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] 1956-1968. Forsetar Sameinaðs Alþingis voru [[Friðjón Skarphéðinsson]] til 1963 og [[Birgir Finnsson]], báðir þingmenn [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]].