„Stefán Jónsson (myndlistarmaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Stefán hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988 og lauk þar prófi úr skúlptúrdeild árið 1992. Hann hafði reyndar byrjað í grafíkdeild en hún átti ekki nógu vel við hann. Til að mynda vildi hann gera myndir og setja hluti á þær en í grafíkdeildinni var slíkt ekki vel þokkað. Eftir að í Skúlptúrdeildina var komið unni hann sér vel og frelsinu sem hann fékk þar.
 
Við nám hafði Stefán mætt því viðmóti að engar nýjungar gætu komið fram á sjónarsviðsjónarsviðið þar sem hreinlega væri búið að gera allt í listheiminum. Þetta var Stefáni afar hugleikið og hefur hann æ síðarsíðan verið að kljást við að „endurvinna listasöguna“ þar sem hún varð honum þess í stað óþrjótandi brunnur nýrra hugmynda. Í ágúst 1992 varð þetta að umfjöllunarefni hans fyrstu einkasýningar eftir útskrift úr MHÍ sem haldin var í Grófargili á Akureyri. Verkin voru unnin úr ýmsum efnum svo sem plasti, spónarplötu, járni, tré og ekki síst legóköllunum sem voru sá samnefnari sem tengdi verkin saman, myndrænt.
 
<blockquote>„Varðandi það að endurvinna listasöguna má geta þess að þeir eru fjölmargir sem halda því fram að það sé ekki lengur hægt að búa til neitt nýtt í listum. Það sé búið að gera allt. Ég trúi þessu að vísu alls ekki, en ég er kannski að benda á leið úr úr þessum vanda. Ef það skyldi nú vera búið að gera allt þá er að minnsta kosti hægt að gera allt aftur með öðrum viðhorfum og öðrum efnistökum.“</blockquote>