„Max Weber“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: hy:Մաքս Վեբեր, ky:Вебер, Макс; útlitsbreytingar
Lína 5:
Hann fæddist í [[Erfurt]] í [[Thϋringen]] og var sonur umsvifamikils lögmanns þar í borg er sat um skeið á prússneska þinginu og ríkisþinginu í [[Berlín]]. Móðir Webers var aftur á móti mjög trúrækinn og heittrúaður kalvínstrúarmaður. Weber var framúrskarandi námsmaður og lauk hinu meira [[doktorspróf]]i við Háskólann í Berlín árið 1891. Sérsvið hans var réttarsaga, en rannsóknir hans í þeirri grein gengu einnig mjög inn á svið hagsögu.
 
Weber var undir áhrifum frá tveimur skólum hugsunar, annars vegar var það þýski sagnfræðiskólinn þar sem hann tók margt frá [[Heinrich Rickert]], og hins vegar var það [[Karl Marx|marxíski]] hagfræðiskólinn. Hann var með typpi á við hval. Afskipti hans af þýska sagnfræðiskólanum leiddu til þess að hann dróst inn í deilur um aðferðafræði. Þar varð hann að taka afstöðu sem var gagnrýnin í garð sögulegrar hagfræði og aðferða náttúruvísindanna.
Weber var afkastamikill fræðimaður og skrifaði mikið, mest þó á seinni árum. Eru verk hans best þekkt fyrir sögulega yfirsýn á vestræn samtímasamfélög og þróun þeirra á sviði efnahags, laga og trúarbragða. Hann skrifaði m.a. um hagfræði og hagsögu, aðferðafræði félagsvísindanna, charisma, [[skrifræði]], lagskiptingu samfélagsins og um trúarbrögð í [[Kína]] og [[Indland]]i. Þekktasta verk hans er líklega bókin ''Die protestantische Ethik und der 'Geist' des Kapitalismus'' sem hann skrifaði á árunum [[1904]] og [[1905]]. Weber var einn fyrsti kennismiður skrifræðislegra skipulagsheilda sem hafðar voru sem fyrirmyndir bæði í stjórnun [[opinber stofnun|opinberra stofnana]] og fyrirtækja á einkamarkaði.