„Stefán Jónsson (myndlistarmaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Til að byrja með voru verk Stefáns lítil um sig og áherslan lögð á manneskjuna en ekki umhverfið sem hún var staðsett í. Lengst af notaði hann legókall sem staðgengil manneskjunnar í þeim verkum sem hann vann út frá. Smám saman þróuðust verkin og umhverfið fór að taka sífellt meira pláss þangað til svo var komið að hann var farinn að gera hrein landslagsverk, sem þó voru þrívíð, og legókallinn horfinn með öllu.
 
== Ferill ==
Stefán hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988 og lauk þar prófi úr Skúlptúrdeild árið 1992. Við nám hafði Stefán mætt því viðmóti að engar nýjungar gætu komið fram á sjónarsvið þar sem hreinlega væri búið að gera allt í listheiminum. Þetta var Stefáni afar hugleikið og hefur hann æ síðar verið að klást við það að ,,endurvinna listasöguna‘‘ þar sem hún varð honum þess í stað óþrjótandi brunnur nýrra hugmynda. Í ágúst 1992 varð þetta að umfjöllunarefni hans fyrstu einkasýningar sem haldin var í Grófargili á Akureyri. Verkin voru unnin úr ýmsum efnum svo sem plasti spónarplötu, járni, tré og ekki síst legóköllum sem var sá samnefnari sem tengdi verkin saman, myndrænt.