„Lúxemborg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 51:
'''Stórhertogadæmið Lúxemborg''' er [[landlukt]] [[smáríki]] í Vestur-[[Evrópu]]. Það á [[landamæri]] að [[Frakkland]]i í suðri og austri, [[Þýskaland]]i í vestri og [[Belgía|Belgíu]] í norðri. Lúxemborg hefur í aldanna rás tilheyrt ýmsum konungs- og keisaradæmum en fékk ásamt Belgíu sjálfstæði frá [[Holland|Hollendingum]] að loknum [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjöldunum]] árið 1815. Landið öðlaðist þó ekki viðurkenningu á alþjóðavettvangi fyrr en árið 1838. Lúxemborgarbúar þurftu að þola hernám Þjóðverja í bæði fyrri og seinni heimsstyrjöld. Lúxemborg gerðist stofnaðili að bæði [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] og [[Atlantshafsbandalagið|NATO]] og síðar [[Efnahagsbandalag Evrópu|Efnahagsbandalagi Evrópu]]. Þá lék Lúxemborg stórt hlutverk í ævintýralegri sögu [[Loftleiðir|Loftleiða]] þegar ríkið var næstum hið eina sem leyfði Loftleiðavélum að lenda á flugvelli sínum en í landinu var ekkert ríkisflugfélag starfandi sem hefði getað tapað á samkeppni við Loftleiðir í Ameríkufluginu. Loftleiðir settu aftur á móti stórt strik í reikning flugfélaga á borð við [[SAS]], [[Lufthansa]] og önnur ríkisrekin [[flugfélög]] í Evrópu með því að bjóða flugferðir til Norður-Ameríku á mun lægra verði en áður hafði þekkst. Þá var [[tollabandalag]] Lúxemborgar, Hollands og Belgíu, svokallað [[Benelúxlöndin|BeNeLux]]-samband, vísir að [[Kola og stálbandalag Evrópu|Kola- og stálbandalagi Evrópu]], sem seinna varð [[Efnahagsbandalag Evrópu]] og loks [[Evrópubandalagið]], en það er nú uppistaðan í [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]]. Í Lúxemborg hefur smám saman vaxið upp ein öflugasta fjármálamiðstöð heims, en sú starfsemi er helsta tekjulind landsmanna auk nokkurra stálsmiðja í norðanverðu stórhertogadæminu.
 
==hommi==
== Neðanmálsgreinar ==
<div class="references-small"><references/></div>