„Alfreð Clausen - Ágústnótt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
María Ammendrup (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
María Ammendrup (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
# Vökudraumur - ''Lag og texti: Jenni Jónsson''
 
== Lögin ==
Lag [[Oddgeir Kristjánsson|Oddgeirs Kristjánssonar]] ''Ágústnótt'' er samið árið 1937. Það náði strax vinsældum sem þjóðhátíðarlag, en það var ekki fyrr en 1952, að lagið var gefið út á prenti. Í ritgerð [[Hafsteinn Þórólfsson|Hafsteins Þórólfssonar]] um tónsmíðar Oddgeirs segir að lagið sé elsta þjóðhátíðarlagið sem reglulega sé sungið enn í dag.<ref>Hafsteinn Þórólfsson. „Oddgeir Kristjánsson. Þróun tónsmíða hans í samhengi við Þjóðhátíð Vestmannaeyja og lífshlaup hans.” Ritgerð í tónlistardeild Listaháskóla Íslands, 2011, bls. 23. </ref> Líklegt má telja að flutningur Alfreðs Clausen og hljómsveitar Josef Felzmann hafi aukið enn á vinsældir og útbreiðslu lagsins á sínum tíma.
 
Lag [[Jenni Jónsson|Jenna Jónssonar]] ''Vökudraumur'' fékk góðar undirtektir, þó það yrði ekki eins langlíft og ''Ágústnótt''. Lagið fékk viðurkenningu í [[danslagakeppni SKT]] 1953 í flokknum „Nýju dansarnir”.<ref>Útvarpstíðindi, 1. maí 1953, bls. 13.</ref>
 
== Ágústnótt ==
: Undurfagra ævintýr,
: ágústnóttin hljóð,
: um þig syngur æskan hýr
: öll sín bestu ljóð.
 
: Ljósin kvikna brennur bál,
: bjarma slær á grund.
: Ennþá fagnar sérhver sál
: sælum endurfund.
 
: Glitrandi víf og vín
: veita mér stundar frið.
: Hlæjandi ljúfa líf,
: ljáðu mér ennþá bið.
 
: Undurfagra ævintýr,
: ágústnóttin hljóð,
: hjá þér ljómar ljúf og hýr
: lífsins töfraglóð.
 
Ljóð: Árni úr Eyjum
<br:>
 
== Heimildir ==
{{reflist}}
 
[[Flokkur:Íslenzkir tónar]]