„Tobavatn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
== Eldgos ==
Gosið í Toba átti sér stað þar sem nú er Toba vatn fyrir um 71.000 +/- 4000 árum. Áætlað er að sprengistuðull (VEI) gossins hafa verið af stærðargráðunni 8. Það er nýlegasta súpereldgos og líklega stærsta eldgos sem orðið hefur á síðustu tveimur milljónum ára. Vísindamennirnir Bill Rose og Craig Chesner hjá Tækniháskólanum í Michigan áætluðu að heildarmagn gosefna sem upp kom í gosinu hafi verið um 2800 km<sup>3</sup>, eða um 2000 km<sup>3</sup> í formi ignimbríts sem flæddi yfir landið og 800 km<sup>3</sup> sem féll sem gjóska. Vindur feykti gosefnum að mestu í vesturátt.
 
Eldgosið var það síðasta í röð a.m.k. þriggja öskjumyndandi gosa, sem átt hafa sér stað á svæðinu. Eldri öskjur mynduðust fyrir um 700.000 og 840.000 árum.