„Armfætlur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SindriAtl (spjall | framlög)
m SindriAtl færði Notandi:SindriAtl/sandbox á Armfætlur
SindriAtl (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
'''Armfætlur''' teljast allar þær tegundir sem tilheyra fylkingu ''Brachiopoda''. Þær eru [[hryggleysingjar|hryggleysingjar]] sem lifa í sjó, eru tvíhliða samhverfar og nærast með síun. Tvær skeljar umlykja efri hluta flestra tegunda og hjá sumum tegundum hylja þessar skeljar allt dýrið. Þær líkjast [[samlokur|samlokum]] (Bivalvia) í útliti en eru þó aðeins fjarskildar þeim, þær eru til dæmis mun skildari [[mosadýr|mosadýrum]] (Bryozoa) sem tilheyra sömu yfirfylkingu, ''Lophotrochozoa''.
 
Tegundir Brachiopoda komu fram snemma í lífssögunniþróunarsögunni eða fyrir um 570 milljónum ára og hægt er að rekja [[steingervingur|steingervingasögu]] þeirra allt frá [[Kambríumtímabilið|kambríumtímabilinu]] og til nútímans, það tímabil spannar um það bil 542. milljón ára. Armfætlur voru ein algengasta tegund sjávarhryggleysingja allt fram á miðlífsöld þegar miklar hamfarir leiddu til [[fjöldaútdauði|fjöldaútdauða]] þar sem allt að 90% ættkvísla urðu [[útdauði|aldauða]], það var fyrir um 250 milljónum ára.
 
Armfætlur hafa lítið sem ekkert efnahagslegt gildi og eru ekki nýttar líkt og samlokur, [[sniglar|sniglar]] eða aðrir nytjahryggleysingjar. Steingervingar þeirra eru hinsvegar athyglisverðir og vinsælir á söfnum eða sem minjagripir. Sem dæmi um stað þar sem steingervingar armfætlna hafa fundist er toppur Snowdon fjalls, hæsta fjalls Bretlands utan Skotlands.