„Sighvatur Sturluson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Þegar Sturla kom aftur heim [[1235]] hóf hann þegar tilraunir til að ná landinu öllu undir sig og faðir hans og bræður drógust inn í þá baráttu og átök Sturlu við [[Gissur Þorvaldsson]] og [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbein unga]], sem lauk með [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] 1238. Þar féll Sighvatur og fjórir synir hans. Sighvatur, sem farinn var að nálgast sjötugt, féll sunnan við gerðið á Örlygsstöðum, þar sem Kolbeinn ungi og menn hans unnu á honum.
 
Sighvatur var skáldmæltur en mjög lítið er varðveitt af kveðskap hans. Kona hans var [[Halldóra Tumadóttir]], systir [[Kolbeinn Tumason|Kolbeins]] og [[Arnór Tumason|Arnórs Tumasona]] og því föðursystir [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeins unga]], og áttu þau sjö syni og tvær dætur, Steinvöru Sighvatsdóttur húsfreyju á Keldum og Sigríði Sighvatsdóttur húsfreyju á Grund. Elsti sonurinn, Tumi, var drepinn á Hólum 1222 sem fyrr segir, [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórður kakali]] var í Noregi, en hinir fimm voru allir drepnir í Örlygsstaðabardaga. Sturla féll þar, Markús særðist til ólífis og var svo veginn á [[Víðivellir|Víðivöllum]], Þórður yngri og [[Kolbeinn Sighvatsson|Kolbeinn]] flúðu í kirkju á [[Miklibær í Blönduhlíð|Miklabæ]] og voru teknir þaðan og höggnir með öxi föður síns, Stjörnu. [[Tumi Sighvatsson yngri|Tumi yngri]] náði að flýja en var drepinn fáeinum árum síðar.
 
{{Stubbur|Æviágrip}}