„Sáttmálahreyfingin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 25:
Önnur uppreisn braust út árið 1679 en stjórnin sigraði uppreisnarmenn í [[orrustan við Bothwell Brig|orrustunni við Bothwell Brig]] [[22. júní]]. Ósigrar og ofsóknir stjórnarinnar á hendur sáttmálamönnum urðu til þess að herða marga þeirra í afstöðu sinni. Árið eftir uppreisnina samdi hópur þeirra [[Sanguhar-yfirlýsingin|Sanguhar-yfirlýsinguna]] að frumkvæði prestsins [[Richard Cameron]]. Í yfirlýsingunni sögðu þeir upp trúnaði við konung, öfugt við fyrri sáttmálana sem höfðu lýst konungshollustu í orði þótt þeim væri stefnt gegn kirkjuskipun konungs. Konungur ákvað nú að þurrka þessa hreyfingu út með valdi. Í kjölfarið fylgdi „Drápstíminn“ þegar viðurlög við því að mæta ekki í messu, útipredikunum og að neita að sverja konungi hollustueið, urðu strangari og aftökur og pyntingar urðu algengar. Þúsundir voru líflátnar á þessum tíma.
 
==Öldungakirkjan staðfest==
Drápstímanum lauk með [[Dýrlega byltingin|Dýrlegu byltingunni]] 1688. Stéttaþing í Edinborg studdi þá Vilhjálm (eftir að stór hópur Cameronista mætti til að sýna honum stuðning) og Vilhjálmur gerði öldungakirkju að opinberri kirkjuskipan í Skotlandi með Act of Settlement árið eftir. Lítill hópur sáttmálamanna neitaði þó enn að viðurkenna Vilhjálm þar sem hann var höfuð ensku biskupakirkjunnar (sem konungur Englands) og litu svo á að Skoska kirkjan hefði verið gerð að [[ríkiskirkja|ríkiskirkju]]. Skoska kirkjan hefur síðan þá verið öldungakirkja en deilur hafa oft risið um sjálfstæði hennar gagnvart ríkisvaldinu.
 
[[Flokkur:Saga Skotlands]]
[[Flokkur:Kalvínismi]]
[[Flokkur:17. öldin]]
 
[[cy:Cyfamodwyr]]