„Sáttmálahreyfingin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
afstubba
Lína 14:
Nýja kirkjuþingið staðfesti allar ákvarðanir þingsins í Glasgow. Árið 1640 löggilti skoska þingið auk þess sáttmálann og gerði undirritun hans að skyldu fyrir alla skoska þegna. Í reynd hafði skoska þingið þannig gert skosku kirkjuna að öldungakirkju og lagt niður kirkjuskipan biskupakirkjunnar. Við þetta gat konungur ekki unað og Karl hóf því að undirbúa síðara Biskupastríðið. Skotar gersigruðu hins vegar hersveitir konungs í [[orrustan við Newburn|orrustunni við Newburn]] og friðarviðræður hófust í kjölfarið milli skoska þingsins og [[langa þingið|langa þingsins]] sem Skotar neyddu Karl til að boða. Þetta sama þing átti síðan eftir að samþykkja dauðadóm yfir Karli og stofnun [[Enska samveldið|Enska samveldisins]].
 
==Þríríkjastríðin==
==Þriríkjastríðin==
[[Mynd:Replica_Covenanter_flag,_Royal_Scottish_Museum.jpg|thumb|right|Endurgerður fáni sáttmálamanna]]
Næstu árin voru [[borgarastyrjöld|borgarastyrjaldir]] í öllum þremur konungsríkjunum. Í Skotlandi höfðu sáttmálamenn yfirhöndina og voru í reynd ríkisstjórn landsins. Árið 1642 sendu þeir herlið til að vernda skoska landnema í [[Ulster]] fyrir írskum uppreisnarmönnum í [[Írska uppreisnin 1641|Írsku uppreisninni 1641]]. Árið 1643 sendi skoska þingið herlið til [[England]]s til að berjast með enska þinghernum gegn konungssinnum í kjölfar gerðar nýs sáttmála (''Solemn League and Covenant'') milli þinganna sem líka kvað á um kirkjuskipan en var hæfilega loðinn til að bæði þingin gátu samþykkt hann. Þetta leiddi hins vegar til upphafs borgarastyrjaldar í Skotlandi þar sem konungssinnar tóku til vopna gegn sáttmálamönnum. Borgarastyrjöldin stóð frá 1644 til 1647 og dró fram í dagsljósið þann klofning sem var milli skoskra öldungakirkjumanna, biskupakirkjumanna og kaþólikka, og þá pólitísku og menningarlegu gjá sem var milli [[Skosku hálöndin|hálandanna]] og [[Skosku láglöndin|láglandanna]].
 
Árið 1646 gafst Karl 1. upp fyrir Skotum en þrátt fyrir miklar tilraunir neitaði hann staðfastlega að samþykkja sáttmálann sem Skotar höfðu gert við enska þingið. Skotar seldu hann því í hendur enska þingsins. Vaxandi tortryggni milli Skota og enska þingsins leiddi að lokum til styrjaldar milli þeirra og samkomulags Skota við [[Karl 2. Englandskonungur|Karl 2.]] 1650 gegn því að hann samþykkti báða sáttmálana. Karl var krýndur Skotakonungur við [[Scone]] í janúar 1651. Afleiðingin varð sú að Cromwell leiddi [[New Model Army]] inn í skosku láglöndin, gersigraði Skota í [[orrustan við Dunbar|orrustunni við Dunbar]] og neyddi þá til að samþykkja inngöngu í Enska samveldið. Með þessu voru pólitísk völd sáttmálahreyfingarinnar brotin á bak aftur.
 
==Endurreisn konungdæmis og „Drápstíminn“==