„Sáttmálahreyfingin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MerlIwBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: Bæti við: uk:Ковенантський рух
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Sáttmálahreyfingin''' var mikilvæg pólitísk og trúarleg hreyfing í [[Skotland]]i á [[17. öldin|17. öld]]. Uppruni hreyfingarinnar lá í andstöðu [[skoska þingið|skoska þingsins]] við [[einveldi]]stilburði [[Jakob 6. Skotakonungur|Jakobs 6.]] sem fyrstur sameinaði [[Bretlandseyjar]] undir einn konung, og einkum og sér í lagi tilraunir hans til að koma á [[biskupakirkja|biskupakirkju]] í Skotlandi þar sem flestir aðhylltust [[öldungakirkja|öldungakirkju]] í samræmi við boðun [[Jóhann Kalvín|Kalvíns]]. Þessi átök áttu sér rætur í [[Skoska siðbótin|skosku siðbótinni]] en eftir að hún var um garð gengin komu fram tveir andstæðir flokkar; „kirkjuflokkur“ [[Andrew Melville|Andrews Mellville]] og „hirðflokkur“ Jakobs konungs. Eftir að Jakob tók við [[enska krúnan|ensku krúnunni]] náði hann loks yfirhöndinni. Hann fullmannaði alla [[biskup]]sstóla í Skotlandi og lét handtaka Melville.
 
Þegar [[Karl 1. Englandskonungur|Karl 1.]] gerði aðalráðgjafa sinn, [[William Laud]], að [[erkibiskup]]i í [[Kantaraborg]] 1633 hóf hann röð umbóta innan ensku kirkjunnar og hugðist gera hið sama í Skotlandi. Hann gerði skosku biskupana að meðlimum í stjórnum og ráðum sem fóru með framkvæmdavaldið í Skotlandi og ræddi auk þess um að endurheimta það land sem skoskir aðalsmenn höfðu rænt kirkjuna meðan á siðbreytingunni stóð. Þetta varð til þess að skoskir aðalsmenn gerðu með sér „aðalsmannasáttmálann“ árið 1637. Presturinn [[Alexander Henderson]] og lögfræðingurinn [[Archibald Johnston of Warriston]] voru fengnir til að semja textann.
 
{{stubbur|saga}}