Munur á milli breytinga „John Petrucci“

==Ævisaga==
John Petrucci var fæddur 12. Júlí, 1967 í Kings Park, New York. Hann byrjaði að spila á gítarinn þegar hann var 8 ára af því að eldri systir hans fékk að fara seinna að sofa svo hún gæti æft sig á píanóið. Hann ákvað hins vegar að hætta að spila á gítarinn þegar áætlun hans til að fara seinna að sofa gekk ekki upp. Hann átti hins vegar eftir að taka upp gítarinn aftur þegar hann var 12 ára en þá bauð æskuvinur hans, og seinna hljómborðsleikari Dream Theater, Kevin Moore honum stöðu sem gítarleikari í ábreiðuhljómsveit.
 
John hlaut menntun í tónlist við Berklee College of Music í Boston, Massachusetts ásamt æskuvini sínum John Myung (bassi), þar hittu þeir Mike Portnoy (trommur) sem myndi seinna verða trommuleikari Dream Theater. Petrucci, Myung og Portnoy ásamt Kevin Moore stofnuðu hljómsveitina Majesty, sem myndi seinna verða að Dream Theater.
 
Þó Petrucci sé eflaust þekktastur fyrir vinnu sína með Dream Theater þá er hann einnig meðlimur í hljómsveitinni Liquid Tension Experiment og hefur hann einnig verið gestagítarleikari á plötum hjá öðrum listamönnum svo sem á plötunni Age of Impact með hljómsveitinni Explorers Club.
 
== Tilvísanir ==
8

breytingar