Munur á milli breytinga „Wikipedia:Máttarstólpar Wikipediu“

Bæti við undantekningu við stólpann "Wikipedia inniheldur frjálst efni" - Myndir á is.wiki eru ekki frjálsar.
(Bæti við undantekningu við stólpann "Wikipedia inniheldur frjálst efni" - Myndir á is.wiki eru ekki frjálsar.)
[[Mynd:GreenPillar.svg|vinstri|35px]] '''Wikipedia notast við [[Wikipedia:Hlutleysisreglan|hlutleysisregluna]]''', sem þýðir að allar greinar ættu að vera skrifaðar með hana í huga. Helst ættu greinar ekki að taka mið af neinu tilteknu sjónarmiði. Oft er það þó óhjákvæmilegt og þá skal öllum viðeigandi sjónarhornum gert jafnt undir fótum án allra hleypidóma. Öll gagnrýni skal vera sanngjörn og jöfn. Þetta þýðir líka að fólk ætti að [[Wikipedia:Heimildir|geta heimilda]], sérstaklega í umdeildum greinum, svo hægt sé að [[Wikipedia:Sannreynanleikareglan|sannreyna]] fullyrðingar greinarinnar.
 
[[Mynd:YellowPillar.svg|vinstri|35px]] '''Wikipedia inniheldur frjálst efni''', sem þýðir að allur texti er frjáls samkvæmt [[Frjálsa GNU handbókarleyfið|frjálsa handbókarleyfi GNU]] eða er í almannaeigu. Því má hver sem er breyta texta og engin hefur sérstaka stjórn yfir gefnum texta. Þetta þýðir að texti sem er verndaður af höfundarétti á ekki heima hér. Ein undantekning er þó frá þessari reglu, margmiðlunarefni í kynningar- og gagnrýnisskyni sem ekki má nýta til markaðsölu er leyft en við reynum að finna sambærilegar skrár undir frjálsu afnotaleyfi.
 
[[Mynd:OrangePillar.svg|vinstri|35px]] '''Wikipedia fylgir sérstökum [[Wikipedia:Framkoma á Wikipediu|reglum]] um samræður notenda'''; mannvirðing skal í hávegum höfð jafnvel þótt þið [[Wikipedia:Deilumál|deilið]]. Verið [[Wikipedia:Kurteisi|kurteis]], reynið að komast hjá því að gerast nærgöngul og forðist tilhæfulausar alhæfingar. Haldið ró ykkar og forðist [[Wikipedia:Breytingadeilur|breytingastríð]].