Munur á milli breytinga „Ríkharður ljónshjarta“

m
m
== Átök við Hinrik 2. ==
[[Mynd:Richard I of England.png|thumb|left|Ríkharður ljónshjarta. Málverk frá 17. öld.]]
Árið [[1171]] fór Ríkharður til Akvitaníu, en móðir hans hafði þá slitið sambúð við föður hans og sest að í [[Poitiers]], og ári síðar tók hann formlega við hertogadæminu, en faðir hans fékk þó mestallar tekjurnar af því eftir sem áður. Eldri bræðurnir þrír, Hinrik ungi, Ríkharður og [[Geoffrey Plantagenet|Geoffrey]], gerðu uppreisn gegn föður sínum [[1173]] - [[Jóhann]] var enn barn að aldri og var með Hinriki konungi í Englandi - og nutu þeir stuðnings Elinóru móður sinnar og Loðvíks 7. Frakkakonungs. Hinrik tókst þó að bæla uppreisnina niður og setti Elinóru í [[stofufangelsi]], þar sem hún var næstu sextán árin, meðal annars til að tryggja að Ríkharður héldi sig á mottunni, en hann og móðir hans voru sögð náin. Hinrik gerði svo friðarsamning við Loðvík og bræðurnir sáu þá þann kost vænstan að gefast upp og biðja föður sinn fyrirgefningar. Hinrik gaf sonum sínum upp sakir en skerti tekjustofna þeirra nokkuð.
 
Hinrik fól svo Ríkharði það hlutverk að refsa aðalsmönnum í Akvitaníu sem risið höfðu gegn honum. Sautján ára að aldri var hann því farinn að stýra her og beita honum gegn mönnum sem áður höfðu stutt hann. Hann þótti standa sig mjög vel og það var á þessum árum sem hann fékk viðurnefni sitt. Harka hans og óvægni leiddi þó til þess að gerð var uppreisn gegn honum [[1179]] og leituðu uppreisnarmenn til bræðra hans, Hinriks unga og Geoffreys, um aðstoð. Þeir brugðust vel við en Ríkharður hafði betur. Á árunum 1181-1182 kom einnig til átaka víða en þá naut Ríkharður stuðnings föður síns og Hinriks unga bróður síns og barði óvini sína til hlýðni.
12.722

breytingar