„Gottorp“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Um 1836-37 bjó um tveggja ára skeið í Gottorp [[Vatnsenda-Rósa]], sem löngu var landskunn af vísum sínum, en ekki síður vegna ástamála sinna, en Vatnsenda-Rósa bjó um skeið á [[Vatnsendi (Húnaþingi)|Vatnsenda]] sem er býli vestan við Gottorp og stendur við norðurenda [[Vesturhópsvatn|Vesturhópsvatns]]. Rósa bjó á Vatnsenda með manni sínum og [[Natan Ketilsson|Natani Ketilssyn]]i sem frægur var fyrir lækningar sínar, en var síðar myrtur og morðingjarnir teknir af lífi í síðustu aftöku á Íslandi 1829.
 
Á fyrri hluta 20. aldar (1908-1942) bjó í Gottorp [[rithöfundur|rithöfundurinn]] og hestamaðurinn [[Ásgeir Jónsson frá Gottorp|Ásgeir Jónsson]], f. 1876, sonur Jóns frá Þingeyrum, sem jafnan er kenndur við staðinn, en hann skrifaði bækurnar ''Horfnir góðhestar'', I og II bindi ''Forystufé'' og ''Samskipti manns og hests'' eftir miðja öldina. Við Kerlingarsíki er heimagrafreitur sem gerður var árið 1963 og var það síðasti heimagrafreitur sem leyfi var gefið fyrir á Íslandi. Þar voru hjónin frá Gottorp, Ásgeir og kona hans Ingibjörg Björnsdóttir, f. 1886, lögð til hvílu í steyptu grafhýsi. Þar hjá var Blesi, hinn frægi hestur Ásgeirs, heygður á staðnum þar sem hann stóð jafnan og horfði yfir til æskustöðvanna í Vatnsdalnum.
 
Um miðja 20 öldina eignaðist bróðursonur Ásgeirs, Steinþór Ásgeirsson, f. 1912 verktaki í Reykjavík, jörðina og rak þar hrossabú um áratugaskeið, en bjó þar ekki sjálfur. Í dag er jörðin enn í eigu þessarar sömu ættar, því hana eiga dóttir Steinþórs og tveir synir hennar. Íbúðarhúsið í Gottorp stendur enn og er notað sem sumarbústaður.