„Íslenski hesturinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 6:
Íslenski hesturinn er þekktur fyrir sínar fimm ólíku gangtegundir; [[fet]], [[brokk]], [[stökk]], [[tölt]] og [[skeið (gangur)|skeið]]. Tölt, sem er fjórtakta hliðarhreyfing, er ekki einstakt fyrir íslenska hestinn. Töltið finnst í nokkrum hestakynjum í [[Ameríka|Norður-Ameríku]], [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og í [[Asía|Asíu]]. Það sem hins vegar gefur íslenska hestinum sérstöðu, er að enginn annar hestur er sýndur á fimm gangtegundum í keppni og sýningum.
 
Gangtegundirnar eru ekki eðlislægar öllum hestum og er þeim skipt upp í þrjá flokka, alhliða hesta, klárhesta með tölti og klárhesta. Alhliða hestar eru með allar fimm gangtegundirnar. Klárhestar með tölti eru ekki með skeið en hafa allar hinar gangtegundirnar. Klárhestar geta svo aftur fetað, stokkið og brokkað eins og önnur hestakyn, en bjóða ekki upp á tölt og skeið. Hreinir klárhestar eru sjaldgæfir að verða. Yfirleitt er ein gangtegund ríkjandi hjá íslenska hestinum en til eru hestar sem eru [[jafnvígur|jafnvígir]] á allar gangtegundir.oft er líka keppt í fjórgangi en það keppa bara hestar sem eru með allar gangtegundir nema skeið.
 
== Litir ==