„Íslenski hesturinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: pnb:آئیسلینڈی گھوڑا
Lína 29:
Talið er að íslenski hesturinn hafi komið hingað til lands á [[landnám|landnámstímanum]] og hefur hann aðlagast náttúru og [[veðurfar]]i á [[Ísland]]i mjög vel. [[landnámsmaður|Landnámsmenn]] komu með [[búfjárrækt|búfénað]] með sér frá [[Evrópa|Evrópu]] þar á meðal var úrval [[gæðingur|gæðinga]].
 
Hrossin sem landnámsmenn komu með sér voru af ýmsum uppruna þó aðallega germönskum. Heimildum ber ekki saman um hver uppruni íslenska hestsins er en talið er að hann eigi sameiginlegan uppruna með norska lynghestinum og eigi þau kyn ættir sínar að rekja til tömdrataminna hrossa í Mongólíu. Einnig kemur fram í heimildum að íslenski hesturinn sé skyldur „equus caballus scandinavicus“ hrossakyni sem var upp í [[Norður-Evrópa|Norður-Evrópu]] á meðan aðrir telja hann náskyldan breska [[smáhestur|smáhestinum]] Exmoor. Þrátt fyrir að íslenski hesturinn hafi verið að blönduðu kyni til að byrja hefur hann þróast síðan á 11. öld án blöndunar við aðra hestastofna og hefur hann því haldið ýmsum eiginleikum sem hafa tapast hjá öðrum hestakynum.
 
Fyrr á tíðum var íslenski hesturinn kallaður „þarfasti þjóninn“. Íslenski hesturinn sá meðal annars um að sækja ljósmóðurina og dró kistuna til [[kirkja|kirkju]] og má því segja að hann hafi fylgt manninum frá vöggu til grafar. En með tímanum og tilkomu [[bifreið|bílsins]], árið 1904, hefur hlutverk íslenska hestsins breyst úr því að vera [[burðardýr]] og ómissandi atvinnu- og samgöngutæki í að vera [[tómstundagaman]] en gegnir hann þó enn mikilvægu hlutverki í göngum og leitum á haustin. Sama ár og bílinn kom var fyrsta [[hrossaræktafélag|hrossaræktarfélagið]] á Íslandi stofnað.