„Frjálshyggja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snæfarinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Snæfarinn (spjall | framlög)
Lína 11:
 
== Frjálshyggja samtímans ==
Til þess að greina sig frá þeim „liberals“, sem eru í raun jafnaðarmenn, hafa sumir bandarískir frjálshyggjumenn tekið upp á að kalla sig „libertarians“, en ýmsir aðrir, aðallega andstæðingar frjálshyggju, kalla þá nýfrjálshyggjumenn, „neo-liberals.“ Í lok 20. aldar virtist heimurinn hafa snúið til svipaðs skipulags frjálsra viðskipta og víðast hvar stóð fyrir 1914, þótt þrennt væri að mati frjálshyggjumanna ólíkt: Víðtækt og rausnarlegt [[velferðarkerfi]] torveldar sumum ríkjum að leyfa frjálsan innflutning fólks; vinnumarkaður, sérstaklega í Evrópu, er ekki eins sveigjanlegur og áður; og ekki hefur enn tekist að finna jafntraustan bakhjarl peninga og [[gullfótur]] var á 19. öld, en frjálshyggjumenn 20. aldar börðust fyrir afnámi gullfótarins.
* Frjálshyggjumenn samtímans telja, að margvíslegar breytingar megi gera á [[velferðarkerfi]]nu, án þess að kjör lítilmagnans versni. Til dæmis þurfi ekki að styrkja efnafólk af þeirri ástæðu einni, að það eigi mörg börn, sé orðið aldrað eða eigi við örorku að stríða. Þótt ríkið kosti skóla og sjúkrahús, geti það leyft einkaaðilum að reka slík fyrirtæki og neytendum að velja um þau.
* Frjálshyggjumenn samtímans telja, að rétta ráðið gegn fátækt í [[Þriðji heimurinn|þriðja heiminum]] sé ekki að veita ríkjum þar svokallaða [[þróunaraðstoð]], sem renni ósjaldan í bankareikninga valdsmanna, heldur stuðla þess í stað að frjálsum viðskiptum við fyrirtæki og alþýðu. Valið sé um þróun án aðstoðar eins og í [[Hong Kong]] eða aðstoð án þróunar eins og á [[Grænhöfðaeyjar|Grænhöfðaeyjum]].