Munur á milli breytinga „Mani pulite“

ekkert breytingarágrip
m (r2.7.2+) (Vélmenni: Bæti við: uk:Операція «Чисті руки»)
 
==Craxi flýr land==
[[Mynd:Craxi coins.jpg|thumb|right|Peningum kastað í Craxi í Róm]]
Eftir því sem rannsókninni miðaði jukust líkurnar stöðugt á því að Bettino Craxi yrði handtekinn. Bettino Craxi var í huga almennings nokkurs konar [[táknmynd]] spillingarinnar í ítölskum stjórnmálum. Um alla Róm mátti lesa [[veggjakrot]] á við „''Dentro Bettino, fuori il bottino''“ („Inn með Bettino, út með þýfið“). Álit almennings á Craxi lýsti sér vel í mótmælum þegar hann kom eitt sinn út af hótelinu þar sem hann bjó í Róm og mannfjöldinn fyrir utan henti í hann smápeningum og söng „''Bettino, prendi anche queste''“ („Bettino, taktu þessa líka“) við lagið [[Guantanamera]]. Í [[maí]] flýði hann land og flutti í glæsihýsi sitt í [[Hammamet]] í [[Túnis]].
 
==Stríðið milli Berlusconis og Di Pietro==
[[Mynd:Berlusconi small2small.jpg|frame|right79px|Silvio Berlusconi. ]]
Nú hófst hálfgert stríð milli [[framkvæmdavald]]sins og dómsvaldsins. Öðrum megin voru dómararnir að rannsaka fjárreiður [[Fininvest]], fyrirtækjasamsteypu forsætisráðherrans, og á móti sendi ríkisstjórnin skoðunarmenn sína inn á skrifstofur dómaranna til að leita að merkjum um óreiðu og spillingu. Brátt komu fram ásakanir á hendur Di Pietro sem urðu til þess að hann sagði af sér embætti dómara. Árið eftir leiddi opinber rannsókn til þess að hann var hreinsaður af áburðinum. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum, fyrst sem óflokksbundinn í stjórn [[Romano Prodi|Romanos Prodis]] ([[1996]]-[[1998]]) og síðan með sína eigin stjórnmálahreyfingu: [[Italia dei Valori]].