„Umsátrið um Kinsale“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m smáræði
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:KINSALE._Co_CORK.IRELAND..jpg|thumb|right|Höfnin í Kinsale í dag.]]
'''Umsátrið um Kinsale''' var orrusta milli [[England|enskra]] hersveita og [[Írland|írskra]] uppreisnarmanna með stuðningstuðningi frá [[Spánn|spænskum]] hersveitum sem átti sér stað við [[Kinsale]] í suðurhluta Írlands. Umsátrið stóð í þrjá mánuði, frá [[2. október]] [[1601]] til [[3. janúar]] [[1602]]. Það var síðasta skrefið í því að leggja [[Írland]] undir [[Englandskonungur|Englandskonung]] og hápunktur [[Uppreisn Tyrones|Uppreisnar Tyrones]] sem stóð frá [[1594]] til [[1604]].
 
Uppgjöf Íra og spænskra bandamanna þeirra gegn umsátursher Englendinga olli því að Englendingar gátu brotið á bak aftur síðustu leifar andspyrnu gegn yfirráðum þeirra á Írlandi, þar með talið ættflokkakerfið. Einn leiðtoga uppreisnarmanna, [[Hugh O'Neill]], jarl af Tyrone, sneri aftur til [[Ulster]] eftir tapið og flýði þaðan til Spánar ásamt nokkrum ættarhöfðingjum [[1607]] ([[Jarlaflóttinn]]). Þetta gerði Englendingum kleyft að gera land þeirra upptækt og búa til [[Ulsterplantekran|Ulsterplantekruna]] sem þeir byggðu [[mótmælendatrú|mótmælendum]] frá [[Skotland]]i.