„Beðmál í borginni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hindberid (spjall | framlög)
m Hindberid færði Sex and the City á Beðmál í borginni: Íslenskur titill þáttanna Sex and the City
Hindberid (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Sjónvarpsþáttur
| show_name = SexBeðmál andí the Cityborginni
| image = [[Mynd:Sex_and_the_city_title_card.jpg|250px]]
| caption = Opnunarmynd þáttanna
| show_name_2 = BeðmálSex íand Borginnithe City
| genre = Rómantík<br>Gaman
| creator = [[Darren Star]]
Lína 43:
 
'''Beðmál í borginni''' (e. '''Sex and the City''') er [[BNA|bandarískur]] gaman-drama sjónvarpsþáttur sem búinn var til af [[Darren Star]] og framleiddur af HBO sjónvarpstöðinni. Þættirnir voru sýndir á árunum 1998 - 2004 og eru þættirnir alls 94. Í gegnum árin fengu þættirnir aðstoð frá fjölmörgum framleiðendum, handristhöfundum og leikstjórum, þá aðallega mest frá [[Michael Patrick King]].
 
Þættirnir eru teknir upp og gerast í [[New York borg]] og eru byggðir á samnefndri bók eftir [[Candace Bushnell]]. Þættirnir fylgjast með lífi fjögurra kvenna - þrjár þeirra eru á miðjum fertugsaldrinum og ein er á fimmtugsaldri - sem eru mjög ólíkar og lifa fjölbreyttu kynlífi en eru óaðskiljanlegar og trúa hverri annarri fyrir öllum sínum málum. Með aðalhutverkin fara [[Sarah Jessica Parker]], [[Kim Cattrall]], [[Kristin Davis]] og [[Cynthia Nixon]] og taka þættirnir á mikilvægum og nútímalegum vandamálum eins og kynhneigð, kynsjukdómum, öruggu kynlífi, lauslæti og kvenleika á meðan þær skoða muninn á vináttu og ástarsamböndum.
 
Þættirnir hlutu bæði lof og gagnrýni fyrir umræðuefni og persónur, og gáfu af sér tvær kvikmyndir: ''[[Sex and the City (kvikmynd)|Sex and the City]]'' (2008) og framhaldsmyndina ''[[Sex and the City 2]]'' (2010), ásamt þáttunum ''[[The Carrie Diaries]]''. Þeir unnu einnig 7 Emmy verðlaun í 54 tilnefningum, 8 Golden Globe verðlaun í 24 tilnefningum, og 3 SAG-verðlaun í 11 tilnefningum. ''Beðmál í borginni'' er enn sýndur um allan heim og hefur verið á lista Entertainment Weekly yfir bestu þætti síðasta áratugar og er á lista Time tímaritsins yfir 100 bestu sjónvarpsþætti allra tíma.
 
==Upphaf==
Þættirnir voru að hluta til byggðir á samnefndri bók eftir [[Candace Bushnell]] sem var sett saman úr dálkum sem hún skrifaði í blaðið the New York Observer. Bushnell hefur sagt í nokkrum viðtölum að sú Carrie Bradshaw sem er í dálkunum sé hennar annað sjálf; þegar hún skrifaði "Sex and the City" notaði hún upphaflega sitt eigið nafn; en af öryggisástæðum bjó hún til persónuna Carrie Bradshaw, sem leikin er af Söruh Jessicu Parker. Carrie Bradshaw var rithöfundur sem bjó í New York borg. Carrie hefur einnig sömu upphafsstafi, sem er tenging við Bushnell.
 
==Persónur og leikendur==
{{Aðalgrein|Persónur í Sex and the City}}