„Guðmundur góði Arason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Guðmundur Arason fæddist í Hörgárdal 1161 og var óskilgetinn því að móðir hans, Úlfhildur Gunnarsdóttir, hafði verið nauðug gift öðrum manni áður en hún varð þunguð með föður hans, Ara Þorgeirssyni. Þegar hann var ungur féll faðir hans úti í Noregi þegar hann bjargaði [[Erlingur skakki|Erlingi skakka]] jarli undan óvinum. Föðurbróðir Guðmundar, Ingimundur prestur, ól hann upp á hálfgerðum flækingi, barði hann til bókar og var harður við hann. Um 1180 ætluðu þeir til útlanda en skipið fórst við [[Hornstrandir]]. Guðmundur bjargaðist en slasaðist illa á fæti, átti lengi í þeim meiðslum og varð þá trúmaður og [[meinlæti|meinlætamaður]]. Hann var vígður til prests 1185.
 
Hann var svo prestur á nokkrum stöðum í [[Skagafjörður|Skagafirði]] og síðan á [[Vellir|Völlum]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] og fór mikið orð af trúhneigð hans, meinlætalifnaðmeinlætalifnaði, örlæti og líknsemi við þá er minna máttu sín. Fljótlega fór það orð af honum að hann gæti gert ýmis kraftaverk, læknað sjúka og rekið út illa anda. Varð þetta til þssþess að höfðingjar sóttust eftir að fá hann til sín. Hann ferðaðist líka mikið um, vígði brunna og gerði áheit. [[Gvendarbrunnur|Gvendarbrunna]] má enn finna víða um land og til er þekkt þjóðsaga um það þegar Guðmundur blessaði [[Drangey]] á Skagafirði.
 
== Biskupskjör ==
Lína 24:
Deilunum var engan veginn lokið. Guðmundur og lið hans áttu næstu ár í erjum við [[Arnór Tumason|Arnór]] bróður Kolbeins og menn hans, og raunar við flesta íslenska höfðingja nema [[Oddaverjar|Oddaverja]] og Hrafn Sveinbjarnarson á meðan hans naut við, þótt biskup ætti stundum skjól hjá [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusyni]]. Þar var hann eftir að Arnór hrakti hann frá Hólum 1209 og drap nokkra manna hans. Næstu ár flakkaði hann um landið og var mest á Vestfjörðum en [[1214]] fór hann út á fund erkibiskups, tókst að fá hann á sitt band og fór aftur til Íslands [[1218]] og settist að á Hólum. Brátt kom þó Arnór Tumason, leysti upp skóla sem biskup hafði komið á fót en tók hann og hafði hann í haldi um veturinn. Um sumarið flutti hann Guðmund suður á [[Hvítárvellir|Hvítárvelli]] en þangað kom [[Eyjólfur Kársson]] og bjargaði honum.
 
Næstu ár var biskup á hrakningi um landið með lið sitt við litlar vinsældir og lenti þá meðal annars í [[Helgastaðabardagi|Helgastaðabardaga]] í ágústlok 1220, en afdrifaríkastur fyrir biskup var þó [[Grímseyjarför|Grímseyjarbardagi]] vorið [[1222]]. Þá laut hann í lægra haldi fyrir [[Sighvatur Sturluson|Sighvati Sturlusyni]] og [[Sturla Sighvatsson|Sturlu]] syni hans en þeir voru að hefna vígs [[Tumi Sighvatsson|Tuma Sighvatssonar]] sem menn Guðmundar líflétu á Hólum veturinn áður.
 
== Elliár ==