„Frumeind“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Koettur (spjall | framlög)
Þessi hluti er í mótsögn við sjálfan sig: Annaðhvort er massinn einfaldlega margfeldi massa kjarneindanna EÐA mass defect verður að vera tekið í reikninginn (hið síðara er augljóslega rétt - en ónákvæmt því rafeindirnar hafa massa)
Koettur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
Hleðsla frumeinda er fjöldi róteinda mínus fjöldi rafeinda og er eining þess margfeldi af grunn [[rafhleðsla|hleðslunni]]. Þannig hefur frumeind með jafnan fjölda af róteindum og rafeindum hleðsluna 0, ef fjöldi rafeinda er einni fleirri en róteinda þá er hleðslan -1 en +1 ef fjöldi róteinda er einni fleirri en rafeinda.
 
Frumeind má einnig skipta í tvo hluta: [[frumeindakjarni|kjarna]] og [[rafeindasvigrúm]]. Rafeindasvigrúmið hýsir allar rafeindir frumeindarinnar og mynda rafeindirnar ský um kjarnann. Kjarninn samanstendur af róteindum og nifteindum. Frumeind er sögð vera óhlaðin ef fjöldi róteinda og rafeinda er jafn. Annars kallast hún [[jón (efnafræði)|jón]], og hefur jákvæða rafhleðslu ef róteindir eru fleiri en rafeindirnar, annars neikvæða hleðslu. Þótt ómögulegt sé samtímis að [[Óvissulögmál Heisenbergs|ákvarða bæði hraða og staðsetningu einstakra rafeinda nákvæmlega]], má skipta rafeindaskýinu upp í hvolf eftir orkustigi rafeindanna. Hvolfin samsvara þá fjarlægð frá kjarnanum, þar sem hærra orkustig merkir meiri fjarlægð frá kjarnanum. Rafeindirnar leitast við að fylla orkulægri hvolfin, en hvert hvolf getur aðeins rúmað ákveðinn fjölda skv. reglunni 2n<sup>2</sup> þar sem n er raðtala hvolfsins talið frá kjarna. Rafeindir sem sitja yst í tiltekinni frumeind nefnast [[gildisrafeindir]] og hafa mest áhrif á [[efnafræði]]lega hegðun hennar. Þær gegna lykilhlutverki í að binda frumdeindir saman og þannig mynda [[sameind]]ir. Efnishlutur sem eingöngu er gerður úr einni tegund frumeinda kallast [[frumefni]].
 
[[Sætistala]] frumefna ræðst af fjölda róteinda. Frumeindir sem hafa sömu sætistölu geta haft ólíkan fjölda nifteinda, þessar eindir eru kallaðar samsætur. Dæmi um þær eru til dæmis: