„Magnús Guðmundsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
[[Mynd:Magnús Guðmundsson.jpg|thumb|Magnús Guðmundsson]]
'''Magnús Guðmundsson''' ([[6. febrúar]] [[1879]], Rútsstöðum í [[Svínadalur|Svínadal]] — [[28. nóvember]] [[1937]]) var íslenskur [[stjórnmál]]amaður.
 
==Ævi og störf==
Foreldrar Magnúsar voru Guðmundur Þorsteinsson (1847 — 1931) bóndi á Rútstöðum og móðir hans var Björg Magnúsdóttir (1849 — 1920) húsmóðir. Hann kvæntist [[12. október]] [[1907]] Sofiu Bogadóttur (1878 — 1948). Þau áttu þrjú börn, Boga Smith, Björgu og Þóru. Hann fékk stúdentspróf frá [[Lærði skólinn|Lærða skólanum]] [[1902]] og lögfræðipróf frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Hafnarháskóla]] 1907. Hann var á þingi frá 1916 til dauðadags 1937. Hann var meðlimur í [[Íhaldsflokkurinn|Íhaldsflokknum]] og var síðar einn af stofnendum [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]]. Hann starfaði stuttlega sem forsætisráðherra frá [[23. júní]] [[1926]] til [[6. júlí]] sama árs. Hann var gerður að fjármálaráðherra þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í gerð ríkisstjórnar í fyrsta skipti.
 
Magnús Guðmundsson er einn örfárra íslenskra ráðherra sem sagt hefur af sér. Meðan [[Jónas frá Hriflu|Jónas Jónsson]], kenndur við Hriflu, var dómsmálaráðherra árið [[1932]] hóf hann málarekstur á hendur Magnúsi, sem þá var enn óbreyttur þingmaður en við það að setjast í stól dómsmálaráðherra að afloknum yfirvofandi stjórnarskiptum. Jónas sakaði Magnús um glæpsamlegt athæfi í sambandi við gjaldþrotaskipti meðan hann sinnti lögmannsstörfum nokkrum árum áður. Flestir töldu ákæruna fráleita en [[Hermann Jónasson]], sem þá var lögreglustjóri í [[Reykjavík]] og æðsti dómari í höfuðstaðnum, í undirrétti. Hann gaf sér tíma frá alvarlegum átökum í borginni þann [[9. nóvember]] 1932 til fara á skrifstofu sína og dæma Magnús Guðmundsson - sem þá var orðinn dómsmálaráðherra - í fangelsi. Dómsmálaráðherra í fangelsi var auðvitað óhugsandi og Magnús sagði af sér meðan málið var til meðferðar fyrir Hæstarétti. [[Ólafur Thors]] tók þá við sem ráðherra í hans stað í mánuð eða svo - en þá hafnaði Hæstiréttur með öllu dómi Hermanns Jónassonar og sýknaði Magnús af öllum ákærum.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4999803 {{heimildSkutull, vantar}}51. Tölublað (30.12.1932), Blaðsíða 4]</ref>
 
 
Eftir að Magnús hafði verið sýknaður í Hæstarétti í desember 1932, var aðalfyrirsögn Morgunblaðsins á þessa leið: „Hæstiréttur sýknar Magnús Guðmundsson af öllum ákærum Hriflu-réttvísinnar.“ Fyrirsagnir Tímans voru þannig: „Stórkostlegt réttarhneyksli. Stjórnarskráin og hæstaréttarlögin þverbrotin af dómendunum sjálfum“.
Lína 15 ⟶ 17:
{{Erfðatafla | fyrir=[[Ólafur Thors]] | titill=[[Sjálfstæðisflokkurinn|Varaformaður Sjálfstæðisflokksins]] | frá=[[2. október]] [[1934]] | til=[[28. nóvember]] [[1937]] | eftir=[[Pétur Magnússon]]}}
{{Töfluendir}}
 
== Tilvísanir ==
<references/>
 
==Tengill==